„Valla-Ljóts saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Ný síða: '''Valla-Ljóts saga''' er Íslendingaþáttur sem fjallar um goðorðsmanninn Ljót Álfsson frá Völlum í Svarfaðardal og fjallar um deilur og ma...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 29. desember 2013 kl. 16:56

Valla-Ljóts saga er Íslendingaþáttur sem fjallar um goðorðsmanninn Ljót Álfsson frá Völlum í Svarfaðardal og fjallar um deilur og mannvíg í Svarfaðardal í kring um aldamótin 1000. Söguþráður: Bræðurnir Hrólfur, Halli og Böðvar Sigurðssynir missa föður sinn. Móður þeirra fýsir að gifta sig á ný en Halli er andsnúinn því og vegur biðilinn. Halli lendir síðan í deilum við Valla-Ljót sem enda með því að Ljótur vegur hann í einvígi. Deilurnar magnast og fleiri mannvíg verða. Guðmundur ríki á Möðruvöllum dregst inn í málin en sættir takast að lokum. Valla-Ljótur hlaut sóma af þessum málum öllum og var hinn farsælasti höfðingi.