„Geirfugl“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
Geirfuglinn var algengur víða í Norður-Atlantshafinu allt fram á [[16. öld]], en veiði gekk grimmt á stofninn. Lengst lifði geirfuglinn af við [[Ísland]], en síðustu tveir geirfuglarnir voru drepnir í [[Eldey]] [[3. júní]] [[1844]]. Einhverjar sögur fara af því að til geirfugls hafi sést eftir það, einkum á [[Grænland]]i allt fram á sjötta áratug [[19. öld|19. aldar]], en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna.
 
Geirfuglaveiðar voru stundaðar fyrr á öldum og farið út í eyjar þar sem geirfuglar lifðu. Í Íslandslýsingu sem talin er vera eftir [[Oddur_Einarsson|Odd Einarsson]] biskup er þessi lýsing á slíkum veiðum: "Þegar fiskimenn fara þangað til fuglatekju, verða þeir fyrir árásum fugla þessara, sem ráðast á komumenn í þéttri fylkingu og með feiknakrafti og troða þá niður, nema mennirnir sjái við árásinni með því að drepa nokkra hina fremstu í fylkingunni. Þá snúa hinir frá og leggja á flótta,og er þá fyrirhafnarlítið að taka þá á undanhaldinu."<ref>
[http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000252036 Höfundur Qualiscunque]</ref>
Framan af var geirfugl veiddur til matar, en þegar fuglinum fór að fækka verulega fóru safnarar og náttúrugripasöfn að borga háar [[gjaldeyrir|fjárhæðir]] fyrir fuglinn og má segja að það hafi verið hinn endanlegi dauðadómur tegundarinnar. Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag. Einn þeirra má finna á [[Náttúrufræðistofnun Íslands]], en hann fékkst á uppoði í [[London]] [[1971]] að undangenginni landssöfnun. (Sjá ''[[Geirfuglsmálið]]''.)