„Bristol“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Gessi (spjall | framlög)
Lína 41:
 
=== Borgarréttindi og borgarastríðið ===
[[1542]] veitti [[Hinrik 8.|Hinrik VIII]] Bristol almenn borgarréttindi. Samtímis var Ágústínusarklaustrinu lokað og kirkja þess gerð að dómkirkju anglísku kirkjunnar. Allar aðrar innréttingar [[Kaþólska kirkjan|kaþólsku kirkjunnar]] í borginni var sömuleiðis lokað. [[1557]] kom sæfarinn [[Martin Frobisher]] til hafnar í Bristol á tveimur skipum. Hann hafði verið í könnunarleiðangri í Vesturheimi og kom með þrjá villimenn, [[Indíánar|indíána]] sem trúlega tilheyrðu Exquimaux-ættbálknum. Þeir klæddust eingöngu mittisskýlum og dóu allir innan þriggja mánaða. [[Elísabet 1.|Elísabet drottning]] sótti borgina heim [[1574]] á ferðalagi sínu um vesturhluta Englands. [[1642]] hófst [[Enska borgarastríðið|enska borgarastyrjöldin]]. Bristol tók stöðu með þinginu í London og lagfærði margar af vörnum borgarinnar. [[Karl 2. Englandskonungur|Karl II]] konungur sendi því her til Bristol en hann var undir stjórn Róberts Rínarfursta (frændi [[Karl 5. keisari|Karls V]] keisara). [[26. júlí]] [[1642]] réðist hann á borgina og tók hana eftir mikil átök. Íbúar og þingliðar fengu að fara óáreittir. Hins vegar komst konungsherinn yfir mikið magn af vopnum. Þeir náðu sömuleiðis átta kaupskipum í höfninni, en þau urðu grundvöllurinn að herskipaflota konungs. [[1645]] sigraði þingherinn nokkrar orrustur við konungsherinn í suðvesturhluta Englands og sneri sér því næst að Bristol. Róbert prins sneri þangað aftur til að skipuleggja varnir. Þingherinn gerði umsátur um borgina í þrjár vikur og gerðu síðan stórárás [[10. september]]. Róbert fékk ekkert við ráðið og gafst upp. Bristol var hertekin af þinghernum, sem hélt borginni það sem eftir lifði stríðstríðs. [[1656]] gaf [[Oliver Cromwell]] fyrirskipun um að rífa niður kastalavirkið í Bristol.
 
=== Þrælaskip og óeirðir ===