„Albert Einstein“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
EmausBot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:Q937
Lína 3:
 
== Líf og störf ==
Einstein er mesta legend í heimi og bjó í [[München]] mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum vegna seinþroska síns. Sem barn lærði hann seint að tala, var lítt gefinn fyrir stríðsleiki og leiddist í skóla.
 
Ungur að árum gerðist Einstein [[sviss]]neskur ríkisborgari, en í Sviss nam hann [[stærðfræði]] og [[eðlisfræði]]. Árið [[1902]] fær hann vinnu á einkaleyfaskrifstofu í [[Bern]], þar sem hann vann til [[1909]] meðan hann lagði drög að [[kenning]]um sínum í frístundum. Árið [[1911]] fékk Einstein [[prófessor]]sstöðu í [[Prag]] og síðan í [[Zürich]] og [[Berlín]]. Hann starfaði innan [[háskóla]] þaðan í frá. Árið [[1905]] birti Einstein þrjár merkilegar ritgerðir. Ein þeirra hét „Um rafsegulfræði hluta á hreyfingu“ en í henni setti hann fram [[Takmarkaða afstæðiskenningin|takmörkuðu afstæðiskenninguna]]. Takmarkaða afstæðiskenningin segir fyrir um það að [[massi]] hluta fari eftir [[Hraði|hraða]] þeirra. [[1916]] birti Einstein [[Almenna afstæðiskenningin|almennu afstæðiskenninguna]] í nokkrum ritgerðum. [[1919]] var kenningin staðfest með frægri athugun, við sólmyrkva, á sveigju [[ljós]]s sem berst frá fjarlægri stjörnu, vegna [[þyngdarafl]]s [[sól]]ar. [[1921]] fékk Einstein [[Nóbelsverðlaun]] fyrir framlag sitt til eðlisfræðinnar. Einstein var af Gyðingaættum og hrökklaðist frá [[Þýskaland]]i nasismans til [[Princeton]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] árið [[1933]]. Þar bjó hann til dauðadags.