Munur á milli breytinga „Rajasthan“

m
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: thumb|right|Kort sem sýnir Rajasthan '''Rajasthan''' („land konunganna“) er fylki í Norðvestur-Indlandi. Það er jafnframt stærst...)
 
m
[[Mynd:India_Rajasthan_locator_map.svg|thumb|right|Kort sem sýnir Rajasthan]]
'''Rajasthan''' („land konunganna“) er fylki í Norðvestur-[[Indland]]i. Það er jafnframt stærsta fylki landsins og nær yfir 342.239 km² sem eru 10,4% af Indlandi. Það nær yfir stærstan hluta [[Thar-eyðimörkin|Thar-eyðimerkurinnar]]. Rajasthan á strönd að [[Arabíuhaf]]i í suðri og landamæri að [[Pakistan]] í vestri, [[Gujarat]] í suðvestri, [[Madhya Pradesh]] í suðaustri, [[Uttar Pradesh]] og [[Haryana]] í norðaustri og [[Púnjab]] í norðri. Höfuðstaður fylkisins er borgin [[Jaípúr]]. Í fylkinu eru minjar frá [[Indusdalsmenningin|Indusdalsmenningunni]].
 
Fylkið varð hluti af konungsríkinu [[Pratihara]] á miðöldum en á [[11. öldin|11. öld]] brotnaði þetta ríki upp í nokkur furstadæmi sem Bretar kölluðu síðar [[Rajputana]]. Furstadæmin stóðu gegn útþenslu [[Mógúlveldið|Mógúlveldisins]] en urðu á endanum hluti þess og síðar [[Marattaveldið|Marattaveldisins]]. Snemma á [[19. öldin|19. öld]] gerðu furstarnir samninga við [[Bretland|Breta]] þar sem þeir gengust undir breska stjórn gegn því að halda yfirráðum yfir löndum sínum.
42.524

breytingar