„Notandi:María Ammendrup/sandbox“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
María Ammendrup (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
María Ammendrup (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 20:
Í fylgiriti með útgáfunni er umfjöllun um upptökur og efni geisladisksins:
{{tilvitnun2|
Fyrstu upptökurnar í safni Ríkisútvarpsins með flutningi Pólýfónkórsins eru frá tónleikum sumarið 1961. Það ár hélt kórinn hefðbundna tónleika í apríl, en um sumarið var farið í fyrstu utanferðina á kóramót í Llanghollen í Wales. Áður en lagt var í förina voru haldnir tónleikar á Keflavíkurflugvelli og í [[Austurbæjarbíó|Austurbæjarbíói]]. Hljóðritanir frá þessum tónleikum 1961 eru hluti af efni disksins, sem nú kemur út rúmri hálfri öld síðar.
 
Sumarið 1964 frumflutti kórinn sjö lög við enska texta í útsetningu [[Gunnar Reynir Sveinsson|Gunnars Reynis Sveinssonar]] á tónleikum hjá [[Musica Nova]]. Þessi lög birtast nú á diskinum sem ein heild.
 
Árið 1967 fór Pólýfónkórinn aftur í söngferð til útlanda. Þá lá leiðin til Namur í Belgíu, á þriðja mót Evrópusambands ungra kóra, Evrópa syngur III. Þetta ár var ekki síður annasamt en fyrra utanferðarár 1961. Í janúar var flutt pólska verkið Stabat Mater eftir Szymanowski með Sinfóníunni undir stjórn Bohdan Wodiczko í [[Háskólabíó|Háskólabíói]].
Í mars var Jóhannesarpassían eftir [[Bach]] flutt í Íþróttahöllinni í Laugardal.
 
Fyrir utanferðina voru svo haldnir tónleikar í Austurbæjarbíói. Þar voru endurflutt lög GRS við enska miðaldatexta. Hann útsetti einnig nokkur íslensk þjóðlög sem tekin voru upp í Austurbæjarbíói. Starfsárinu lauk svo með tónleikum á Bifröst í Borgarfirði.
 
Á tónleikum í Gamlabíói[[Gamla bíó|Gamla bíói]] vorið 1966 flutti Pólýfónkórinn tvö lög eftir [[Jón S. Jónsson]], sem þá var nýkominn frá námi í Bandaríkjunum. Þessi lög hafa sjaldan eða aldrei verið flutt síðan. Jón S. Jónsson skrifaði tónlistargagnrýni í blöðin í nokkur ár og stjórnaði kórum m.a. [[Karlakór Reykjavíkur]].
 
Árið 1970 lagði Pólýfónkórinn enn land undir fót og nú lá leiðin til Graz í Austurríki. Þar var 4. Europa Cantat-mótið haldið. Kórinn flutti þá m.a. nýtt verk eftir [[Páll Pamplicher Pálsson|Pál Pamplicher Pálsson]], Requiem, (Sálumessu) sem síðar var tekið upp á plötu í Stokkhólmi 1973. Auk verks Páls voru það ár flutt verk eftir [[Páll Ísólfsson|Pál Ísólfsson]], [[Hallgrím Helgason|Hallgrím Helgason]] og fleiri íslensk tónskáld.
 
Vorið 1971 flutti kórinn dagskrá í sjónvarpi með ýmsum þjóðlögum m.a. íslenskum í radds. ísl. tónskálda. Erlendu þjóðlögin úr þeirri dagskrá eru á diskinum "Madrigalar og erlend sönglög" sem kom út í nóv. 2011 ([[Pólýfónkórinn – Madrigalar og erlend sönglög frá ýmsum Evrópulöndum|POL.018]]).
Lína 43:
 
 
Í fylgiriti er fjallað um [[Guðmundur Bergþórsson|Guðmund Bergþórsson]] rímnahöfund og [[Gunnar Reynir Sveinsson|Gunnar Reyni Sveinsson]] tónskáld, sem koma við sögu útgáfunnar. Umfjöllun er einnig um einsöngvara í Messu Gunnars Reynis Sveinssonar, rætt um utanferðir kórsins og að lokum er [[Friðrik Einarssonar|Friðriks Einarssonar]] minnst, en Friðrik var formaður Pólýfónkórsins frá 1977 til 1985.
 
==Lagalisti==