„Ítalski gamanleikurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Peeter_van_Bredael_Commedia_dell_arte_Szene_Detail_Bühne.jpg|thumb|right|Commedia dell'arte-leiksýning á Ítalíu á 17. öld. Málverk eftir [[Peeter van Bredael]].]]
'''Ítalski gamanleikurinn''' eða '''''commedia dell'arte''''' er [[leikhús]] sem einkennist af stöðluðum [[persóna|persónum]] (sem upphaflega báru [[gríma|grímur]] af tilteknum gerðum) og stuttum [[skets]]um og vandræðalegum eða hlægilegum [[aðstæður|aðstæðum]]. Þetta leikhús var [[atvinnuleikhús]] sett upp af [[farandleikari|farandleikurum]] í þorpum og bæjum á [[sviðileiksvið]]i sem hróflað var upp tímabundið og notaðist því við [[leikmunur|leikmuni]] fremur en íburðamikla [[sviðsetning]]u. Það er upprunnið á [[Ítalía|Ítalíu]] á [[16. öld]] og kann að tengjast [[kjötkveðjuhátíð]]inni í [[Feneyjar|Feneyjum]].
 
Þekktustu persónur ítalska gamanleiksins eru feneyski kaupmaðurinn og nískupúkinn [[Pantalone]], smásmugulegi kennarinn dottor Gratiano frá [[Bologna]] og lævísi þjónninn og loddarinn [[Arlecchino]] frá [[Bergamó]], ásamt mörgum fleirum. Þegar þessi tegund gamanleiks varð vinsæl í [[Frakkland]]i á [[17. öld]] bættust við persónurnar [[Colombina]], ástkona Arlecchinos, og kokkálaður eiginmaður hennar [[Pierrot]].