„Theodore Roosevelt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 28:
Árið 1912 bauð hann sig fram í forsetakosningunum gegn Woodrow Wilson. Theodore ferðaðist um landið í kosningabáráttu sinni og það var í Wisconsin þar sem hann var skotinn rétt áður en hann átti að flytja ræðu. Kúlan hæfði hann í brjóstið, en 50 blaðsíðna ræða og gleraugnahulstur hægði svo á kúlunni að hún fór ekki í gegn, heldur sat föst í vöðva. Í stað þess að hætta við fundinn, flutti hann ræðuna og beið með alla læknisaðstoð. Vegna þeirra hættu sem gæti skapast við að fjarlægja kúluna var ákveðið að láta hana vera og gekk hann með hana í sér allt til dauðadags.
 
Árið 1913 hélt hann í leiðangur til Suður-Ameríku. Takmarkið með leiðangrinum var að finna upptök ánnar Rio De Duvida. FerðinLeiðangurinn var að mestu leiti óárangursríkur. Theodore varð mjög veikur í ferðinni, hann get ekki gengið og þurfti stanslausa athygli lækna og hjálp annarra leiðangursmanna. Hungur og sjúkdómar herjuðu á flesta leiðangursmenn.
 
Hann snéri til Bandaríkjanna árið 1914, þá verulega máttfara vegna leiðangursins og átti hann eftir að hafa gífurleg áhrif á heilsu hans. Hann studdi þáttöku Bandaríkjanna í Fyrri Heimsstyrjöldinni við hlið Bandamanna. Hann fordæmdi stefnu Woodrow Wilson forseta um hlutleysi og hvatti hann til harðra aðgerða gegn Þjóðverjum.
 
Þann 5. janúar árið 1919 lést Theodore Roosevelt úr blóðtappa þar sem hann svaf á heimili sínu Sagamore Hill.