„Félagið Ísland-Palestína“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Félagið [[Ísland]]-[[Palestína]]''' var stofnað [[29. nóvember]] [[1987]] til þess að styrkja vináttu og tengsl Íslendinga og íbúa Palestínu, og stuðla að friði í Palestínu, vinna gegn [[aðskilnaðarstefna|aðskilnaðarstefnu]] og styðja baráttu Palestínumanna fyrir réttindum sínum.
 
Félagið hefur í gegn um tíðina staðið fyrir heimsóknum erlendra gesta til Íslands, þar á meðal eru [[Omar Sabri Kittmitto]], þá sendiherra Frelsissamtaka Palestínu í [[Osló]], ísraelska baráttukonan [[Arna Meir]], palestínski læknirinn og forsetaframbjóðandinn dr. [[Mustafa Barghouti]] og [[Ziad Amro]], stofnandi Öryrkjabandalags Palestínu. Einnig hefur félagið haft milligöngu um að Íslendingar fari til Palestínu, bæði sjálfboðaliðar sem hafa veitt Palestínumönnum aðstoð, og aðrir sem hafa farið til að sjá ástandið þar. Félagið hefur haldið nokkra fundi á ári, auk tónleika og matar- og menningarkvölda.