Munur á milli breytinga „Kárahnjúkavirkjun“

m
Í seinni hluta júlí voru unnin skemmdarverk af mótmælendum þegar spreyjuð voru skilaboð á upplýsingaskilti og vinnuvélar og rúður í þeim brotnar. Hópur fólks sem hafði tjaldbúðir við Valþjófsstaði og hafði fengið leyfi fyrir því hjá landeiganda, [[Prestseturssjóður|Prestsetrasjóði]], hlekkjaði sig við vinnuvélar. Í kjölfarið óskaði Landsvirkjun sérstaklega eftir því að löggæsla a svæðinu yrði efld. Mótmælendurnir, m.a. útlendingar, héldu því fram að lífi þeirra hafi verið stofnað í hættu þegar vinnuvélar sem þeir voru hlekkjaðir við voru gangsettar. Talsmaður Impregilo vísaði því á bug.<ref>{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1150915|titill=Óska eftir meiri löggæslu|mánuðurskoðað=4. september|árskoðað=2006}}</ref>
 
Í [[nóvember]] [[2005]] kom út skýrsla náttúru- og umhverfisverndarsamtakanna [[WWF]] um virkjanir og stíflur<ref>{{vefheimild|url=http://assets.panda.org/downloads/2045.pdf|titill=dam right|mánuðurskoðað=4. september|árskoðað=2006|snið=pdf}}</ref> og hafði Landsvirkjun eitt og annað út á hana að setja.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=406&ArtId=1251|titill=15.11.2005: Villandi fréttir og villandi umfjöllun World Wide Fund for Nature|mánuðurskoðað=4. september|árskoðað=2006}}</ref>
 
Þá varð annað banaslys í mars 2006 þegar ungur starfsmaður Arnarfells lést við vinnu sína. Hann var að koma fyrir sprengiefni þegar ein sprengjan sprakk nærri honum og olli gróthruni sem hann varð fyrir.<ref>{{vefheimild|url=http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=408&ArtId=1331|titill=27.3.2006: Banaslys í aðgöngum 4|mánuðurskoðað=15. desember|árskoðað=2006}}</ref> Annað banaslys varð svo viku seinna þegar undirlag vinnuvélar gaf undan og hún valt nálægt Desjárstíflu. Maðurinn sem starfaði fyrir undirverktakann Suðurverk var látinn þegar að var komið.
 
Í ágúst 2006 var gefin út skýrsla um þá hugsanlegu áhættu sem því fylgdi að veita vatni á Hálslón. Í umræðu hafði verið Campos Novos-stíflan í [[Brasilía|Brasilíu]] þar sem stíflugöng gáfu sig í júní 2006 og vatnið úr lóninu flæddi burt.<ref>{{vefheimild|url=http://www.newscientisttech.com/article.ns?id=mg19125593.300&feedId=online-news_rss20|titill=Enormous new dam fails in Brazil|mánuðurskoðað=30. janúar|árskoðað=2007}}</ref> Sagt var að Kárahnjúkarvirkjun væri sambærileg og að hætta væri á því þetta myndi endurtaka sig. Skýrsluna samdi nefnd sérfræðinga með Norðmanninn Kaare Hoegh og Brasilíumanninn Nelson Pinto, auk Sveinbjörns Björnssonar, eðlisfræðings innanborðs. Þeir áætluðu að vatnsleki yrði um 5 rúmmetrar á sekúndu en myndi minnka eftir því sem set þjappaðist saman í lóninu.
 
== Lok framkvæmda ==
762

breytingar