„Indriði Einarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Indriði Einarsson''' ([[29. apríl]] [[1851]] – [[1939]]) var [[frumherji]] í íslenskri [[leikrit]]agerð og menntaður [[hagfræði]]ngur. Hann fæddist og ólst upp á Húsabakka í [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Móðir hans Euphemia var dóttir [[Gísli Konráðsson|Gísla Konráðssonar]] og faðir hans Einar var prestsonur frá [[Glaumbær|Glaumbæ]] í Skagafirði. Amma Indriða í föðurætt var systir [[Reynistaðabræður|Reynistaðabræðra]]. Indriði var fyrsti Íslendingur sem lauk prófi í [[hagfræði]] og var endurskoðandi landsreikninganna um langt skeið, uns hann gerðist skrifstofustjóri í [[fjármálaráðuneyti]]nu. Hann var leikritaskáld og frægustu leikverk hans eru [[Nýjársnóttin]] (útg. [[1907]]), [[Dansinn í Hruna]] og [[Hellismenn]]. Indriði [[Þýðing|þýddi]] einnig [[Vetrarævintýri]] eftir [[William Shakespeare]] (óútgefið leikhandrit) og [[Víkingarnir á Hálogalandi|Víkingana á Hálogalandi]], eftir [[Henrik Ibsen]] (en leikritið þýddi hann með [[Eggert Ó. Briem]]) (útg. [[1892]]). Hann kom að stofnun [[Leikfélag Reykjavíkur|Leikfélags Reykjavíkur]] árið [[1897]]. Árið [[1936]] gaf hann út endurminningar sínar, sem nefndust: ''Sjeð og lifað: endurminningar''. Hann lést þremur árum síðar.
 
Hann var þingmaður [[Vestmannaeyjar|Vestmanneyinga]] frá [[1890]] til [[1891]]. Indriði var oft gestur [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jóns Sigurðssonar]] á heimili hans í [[Kaupmannahöfn]].