„Torkil Abraham Hoppe“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Torkil Abraham Hoppe''' ([[10. apríl]] [[1800]] – [[7. júní]] [[1871]]), á Íslandi oftast nefndur '''Þorkell Hoppe''', var danskur embættismaður sem var [[stiftamtmaður]] á Íslandi 1841-1847.
 
Hann var sonur Johanns Christophers Hoppe sjóliðsforingja og kammerherra og konu hans Johanne Magdalene Fjeldsted, dóttirdóttur [[Þorkell Fjeldsted|Þorkels Fjeldsted]] stiftamtmanns í [[Noregur|Noregi]]. Bróðir hans var [[Peter Fjeldsted Hoppe]], sem var stiftamtmaður á Íslandi 1824-1829. Torkil Hoppe varð stúdent úr heimaskóla [[1818]], lauk lögfræðiprófi 1824 og starfaði í [[Rentukammerið|Rentukammerinu]] frá 1825. Hann kom fyrst til Íslands 1824 með bróður sínum, þegar hann varð stiftamtmaður. Á árunum 1832-1833 var hann sendur til Íslands á vegum Rentukammersins og átti meðal annars að fara á alla verslunarstaði landsins, sem þá voru 24, og tókst að komast á þá alla nema einn. Í skýrslu sinni tók Hoppe fram að hann teldi að Íslendingar þörfnuðust þess án efa meira en nokkur önnur þjóð að eiga samskipti við aðrar þjóðir.
 
Hann var einnig sendur til [[Færeyjar|Færeyja]] og [[Grænland]]s til upplýsingaöflunar. Í framhaldi af því varð hann ritari nefndar sem skipuð var 1834 til að gera tillögur um breytingar á verslunarlöggjöf Íslands og 1835 var hann skipaður í nefnd sem átti að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að gefa Grænlandsverslun frjálsa. Hann varð kammerjúnkari 1827 og kammerherra 1841.