Munur á milli breytinga „Eiríkur klipping“

Setti in mynd af málverki Ottos Bache
m (Bot: Flyt 17 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q359588)
(Setti in mynd af málverki Ottos Bache)
[[Mynd:Erik Glipping.jpg|thumb|right|Eiríkur klipping. Mynd í handriti frá [[Tallinn]].]]
'''Eiríkur klipping''' eða '''Eiríkur 5.''' ([[1249]] – [[22. nóvember]] [[1286]]) var konungur [[Danmörk|Danmerkur]] frá andláti föður síns [[1259]] til dauðadags.
[[Mynd:Otto Bache - De sammensvorne rider fra Finderup.jpg|thumb|''Svarabræðurnir ríða frá Finderup eftir morðið á Eiríki klipping 1286'', olíumálverk eftir [[Otto Bache]] 1882.]]
 
Eiríkur var elsti sonur [[Kristófer 1.|Kristófers 1.]] og konu hans [[Margrét Sambiria|Margrétar Sambiria]]. Hann var hylltur sem konungur þegar hann var barn að aldri en ekki krýndur og þegar faðir hans dó var hann aðeins um tíu ára gamall. Því var ákveðið að móðir hans skyldi stýra landinu í hans nafni þar til hann yrði fullveðja. Margrét mátti hafa sig alla við til að halda hásætinu fyrir son sinn því að þau mæðgin áttu ýmsa andstæðinga, svo sem Eirík hertoga af [[Slésvík]], son [[Abel Valdimarsson|Abels]] konungs (bróður Kristófers), greifana í [[Holtsetaland]]i og Jakob Erlandsen erkibiskup. Jaromar fursti af [[Rügen]] notaði tækifærið, gerði bandalag við Eirík Abelsson og réðist inn í [[Sjáland]]. Margrét kvaddi upp her og snerist til varnar en tapaði í orrustu við [[Ringsted]] [[1259]] og innrásarmenn náðu [[Kaupmannahöfn]] og héldu áfram ránsferðum um Sjáland. Jaromar var þó drepinn af konu nokkurri eftir að hafa banað manni hennar og Vindarnir hurfu þá úr landi.
 
Óskráður notandi