„Yngveldur fagurkinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Yngveldur fagurkinn''' Ásgeirsdóttir er helsta kvenhetja [[Svarfdæla saga|Svarfdæla sögu]]. Hún var dóttir Ásgeirs rauðfelds bónda í [[Brekka í Svarfaðardal|Brekku]] í Svarfaðardal og Þórhildar konu hans. Hún var systir [[Miðfjarðar-Skeggi|Miðfjarðar-Skeggja]]. Bræður Yngveldar voru [[Þorleifur jarlsskáld]] og [[Ólafur völubrjótur]]. Yngveldur var kvenna fegurst. Hún var ástkona [[Ljótólfur goði|Ljótólfs goða]] en var síðar neydd til að giftist berserknum og skáldinu [[Klaufi Hafþórsson|Klaufa Hafþórssyni]]. Bræður hennar vógu hann, eftir það giftist hún Skíða ráðsmanni Ljótólfs og átti með honum þrjá syni. Þau bjuggu í [[Skíðadalur|Skíðadal]]. Örlög Yngveldar voru dapurleg. Hún var ofsótt af ribböldum, synir hennar voru vegnir og sjálf var hún seld í þrældóm en komst þó aftur heim í Svarfaðardal buguð af harðræði og andaðist þar.
 
Yngveldar er getið í [[Landnámabók|Landnámu]] en þar er hún nefnd Yngveldur rauðkinn.
 
Yngveldur hefur verið mönnum hugstæð. Jóhann Sigurðsson ritaði um hana tveggja binda skáldsögu og hún kemur fyrir í sögu [[Þórarinn Eldjárn|Þórarins Eldjárns]] ''Hér liggur skáld''. Söngurinn ''Mál er í meyjar hvílu'', sem [[Karlakór Dalvíkur]] hefur flutt, er um Yngveldi.