„Vinir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 82.148.69.4 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Addbot
Lína 77:
* '''Fimmta þáttaröðin''' — Monica og Chandler reyna að halda sambandi sínu leyndu fyrir vinum sínum. Hjónaband Ross og Emily er á brauðfótum og Pheobe byrjar samband við lögreglumanninn Gary (Michael Rapaport). Monica og Chandler ákveða að opinbera samband sitt, vinum þeirra til undrunar. Þau ákveða að gifta sig í ferð til Las Vegas en ákveða að hætta við eftir að hafa séð Ross og Rachel koma dauðadrukkin út úr kapellunni.
 
* '''Sjötta þáttaröðin''' — Rachel og Ross vakna gift og skilja. Monica og Chandler ákveða að búa saman í íbúðinni hennar sem leiðir til þess að Rachel flytur til Phoebe. Joey landar aðalhlutverkinu í sjónvarpsþáttaröðinni „Mac and PC.H.E.N.IE.S.E.“, þar sem hann leikur á móti vélmenni. Ross fær vinnu sem fyrirlesari hjá NYU og byrjar með nemenda sínum, Elizabeth (Alexandra Holden). Það kviknar í íbúð Phoebe og Rachel og neyðist Rachel til þess að flytja til Joey á meðan Phoebe býr hjá Monicu og Chandler. Chandler ákveður að biðja Monicu en hún íhugar að fara aftur til Richards, sem viðurkennir að hann elski hana enn þá og sé tilbúinn til að giftast henni. Monica játar bónorði Chandlers og vinirnir fagna.
 
* '''Sjöunda þáttaröðin''' — Fjallað aðallega er um aðfarir Monicu og Chandlers sem eru að undirbúa brúpkaupið. Þátturinn sem Joey leikur aðalhlutverkið í („Mac and C.H.E.E.S.E.“), hættir framleiðslu en honum er boðið gamla starfið sitt aftur í Days of Our Lives. Íbúð Phoebe er löguð en vegna staðsetningarinnar ákveður Rachel að halda til hjá Joey. Serían endar á brúðkaupi Monicu og Chandler og Rachel greinir frá því að hún sé ólétt.