„Gufunes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 14:
 
Gufunesi er lýst í jarðabók Árna og Páls og þar kemur fram að vatnsból sé slæmt og þar sé hægt að fóðra 8 kýr, 1 ungneyti og 10 lomb, jörðin hafi selstöðu í Stardal,sölvafjöru og skelfiskfjöru og þar sé heimræði vor og haust en aldrei hafi verið þar verstöð. Jörðinni fylgja þá fjórar hjáleigur ein er nafnlaus en hinar eru Brandakot, Hólkot og Helguhjáleiga. Í sóknarlýsingu frá 1855 eru talin í landi jarðarinnar tvö eyðikot Niðurkot og Norðurkot. Meðan kirkja var í Gufunesi voru í sókninni þessar jarðir í Mosfellssveit: Miðdalur, Helliskot, Reynisvatn, Kálfakot, Lambhagi, Gröf, Grafarkot, Árbær, Ártún, Keldur, Gufunes, Knútskot (Núpskot), Eiði, Korpúlfsstaðir, Blikastaðir og þessar í Kjalarneshreppi Þerney, Víðines, Sundakot(Niðurkot), Álfsnes og Glóra.
 
Bjarni Thorarensen skáld og amtmaður bjó í Gufunesi. Hann kvæntist árið 1820 Hildi Bogadóttur en hafði áður keypt Gufunes. Hann bjó þar til árins 1834 en seldi þá jörðina og flutti norður að Möðruvöllum. Á meðan Bjarni bjó í Gufunesi náðu álfar að heilla til sín Þórarinn son hans og fannst hann aftur eftir 2-3 daga og sagði að hann hefði þóst sjá móður sína og elt hana.