„Gufunes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Þar var til skamms tíma rekin [[Áburðarverksmiðja ríkisins|áburðarverksmiðja]], og þar var einnig stór [[sorphaugur]] sem var notaður í fyllingu út á sjó, (undir Gufunes túninu).
 
== Saga Gufuness ==
Gufunes er kennt við Ketil gufu landnámsmann. Í Þorláksmáldaga sem kenndur var við Þorláks biskups og gerður árið 1180 segir að Maríukirkja sé í Gufunesi sem á 20 hundruð í landi og tvær kýr, kross og klukku, silfurkaleik og messuföt, tjöld umhverfis, þrjú altarisklæði, vatnskerf, glóðarker og eldbera, slopp og tvær munnlaugar, lás og tvær kertastikur og hefur Maríukirkjan tíund heima og af níu bæjum og gröft. Einn prestur í Gufunesi var Ásgeir Guðmundarsson en hann lést kringum 1180. Á hans tíma var veiddur æðarfugl þarna við sjóinn en Viðeyingar þótti það eyðileggja æðarvarp þar og munu samingar hafa tekist að prestur hætti æðarkolludrápi en fengi í staðinn hagagöngu í Viðey. Gufunes er orðin eign Viðeyjarklausturs árið 1395. Gufuneskirkju er getið í máldaga Gísla biskups árið 1575 og á kirkjan þá einn silfurkaleik lítiinn, eina klukku, eina koparpípu og sjö kúgildi. Gufunesjörðin er þá orðin leigujörð frá Skálholti en varð seinna konungsjörð. Í máldaga frá 1632 er torfkirkju í Gufunesi lýst þannig að það séu 3 bitar á lofti, þiljað í kórnum og eitt stafgólf báðum megin í forkirkju, alþiljuð fyrir altar nema það vanti nokkrar fjaðrir utan í bjórþilið. Í héraðslýsingum Skúla Magnússonar er lýst timburkirkju og árið 1857 er kirkjan í Gufunesi sögð vera nýlegt timburhús. Með landshöfðingjabréfi 1886 er kirkjan í Gufunesi aflögð og sóknin lögð til Lágafells. Kirkjan stóð um nokkra hríð og var notuð sem skemma en var svo rifinn og kirkjugarðurinn sléttaður.