Munur á milli breytinga „Platon“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 6 árum
m
ekkert breytingarágrip
(→‎Æviágrip: laga nafn)
m
Platon dundaði sér við myndlist og skáldskap þegar hann var ungur. Hann samdi bæði lýrísk ljóð, kórljóð og harmleiki. Hann var í þann mund að leggja fram harmleiki sína í leikritakeppni þegar hann heyrði [[Sókrates]] tala fyrir framan Díonýsosarleikhúsið. Þá hætti hann við og brenndi harmleiki sína.<ref>Díogenes Laertíos, III.5.</ref>
 
Platon ferðaðist víða, sennilega til [[Ítalía|Ítalíu]], [[Sikiley]]jar, [[Egyptaland]]s og [[Kýrena|Kýrenu]] áí [[Norður-Afríka|Norður-Afríku]]. Talið er að Platon hafi yfirgefið Aþenu eftir að Sókrates var tekinn af lífi árið [[399 f.Kr.]] en hafi snúið aftur um tólf árum síðar. Þá stofnaði hann [[Akademían|Akademíuna]] í lundi helguðum Hekademosi eða Akademosi rétt utan við borgarmörk Aþenu. Þar var starfræktur skóli allt til ársins [[529|529 e.Kr.]] þegar [[Jústiníanus I]] lét loka skólanum sem hann taldi ógna [[kristni]]nni.
 
Platon heimsótti Sikiley að minnsta kosti þrisvar sinnum eftir að hann stofnaði Akademíuna. Meginheimildirnar um þessar ferðir eru [[Bréf (Platon)|bréf]] sem eignuð eru Platoni sjálfum. Óvíst er hvort þau séu ósvikin. Platon lést í Aþenu árið 347 f.Kr., áttræður að aldri.
12.705

breytingar