„Tálknafjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22:
Sundlaugin og íþróttahúsið standa í landi Eyrahúsa á ofanverðum Sveinseyraroddanum ásamt skólahúsinu sem vígt var 1967 og stækkað fyrir nokkrum árum. Sundlaugin sem var upphaflega byggð upp úr 1930 og stækkuð 1987, er 25 m löng með tveimur heitum pottum og vel hirtu umhverfi.Við hana er mjög gott og vel búið tjaldstæði og í íþróttahúsinu er góð aðstaða fyrir hvers konar fundarhöld auk íþróttaaðstöðu.
 
Fyrir ofan tjaldstæðið er Guðmundarlundur, skógarreitur sem byrjað var að gróðursetja í fyrir 1940 af börnum í Tálknafirði, þar eru margar plöntutegundir og sumar sjaldgæfar á Vestfjörðum eins og til dæmis bláklukkan sem vex alla jafna ekki villt á Vestfjörðum. Skógaráhugamenn í Tálknafirði hafa haldið gróðursetningarstarfi áfram og nú nær skógræktin upp undir Bæjarfjall fyrir ofan tjaldstæðið og upp að Hólsá sem rennur framhjá þorpinu. Frá tjaldstæðinu og upp í þorp liggur göngustígur sem kallaður er Brynjólfsbraut, til heiðurs Brynjólfi Gíslasyni sem var sveitarstjóri í Tálknafjarðarhrepp í mörg ár og mikill áhugamaður um skógrækt.
 
== Pollurinn ==