Munur á milli breytinga „Svartur á leik“

ekkert breytingarágrip
'''''Svartur á leik''''' er [[Ísland|íslensk]] [[kvikmynd|glæpamynd]] frá árinu [[2012]] sem [[Óskar Þór Axelsson]] leikstýrði og skrifaði. [[Steinn Ármann Magnússon]], [[Sveinn Geirsson]] og [[Þröstur Leó Gunnarsson]] fara með aðalhlutverkin í myndinni sem er byggð á [[Svartur á leik (skáldsaga)|samnefndri skáldsögu]] eftir [[Stefán Máni|Stefán Mána]]. Myndin fjallar um [[fíkniefni|fíkniefnaverslun]] í [[Reykjavík]] og á sér stað á miðjum [[1991–2000|tíunda áratugnum]]. Margir erlendir aðilar komu að framleiðslu myndarinnar og voru bæði Chris Briggs og Nicolas Winding Refn framleiðendur. Framleiðslufyrirtækin Filmus og [[Zik Zak]] stóðu að gerð myndarinnar.<ref>22. mars 2010, [http://www.visir.is/hostel-framleidandi-vinnur-ad-islenskri-glaepamynd/article/201022847710 Hostel framleiðandi vinnur að íslenskri glæpamynd], [[Vísir]]</ref>
== Söguþráður ==
''Svartur á leik'' gerist á þeim ótryggu tímum þegar undirheimar Reykjavíkur eru að stækka og verða hættulegri á miðjum [[1991–2000|tíunda áratugnum]]. Áhorfendur fyljastfylgjast með upprisu og falli í hópi karaktera; Stebba, venjulegum manni sem flækist inn í eiturlyfjaheiminn í gegnum vin sinn frá barnæsku, Tóta. Tóti starfar sem handrukkari fyrir Jóa Faró, stærsta eiturlyfjabarón landsins síðan á 7. áratugnum. Tóti ásamt Bruno yfirtaka rekstur Jóa og breyta eiturlyfjamarkaðinum. Í byrjun myndar stendur Stebbi frammi fyrir því að fá á sig ákæru vegna slagsmála sem hann lenti í þegar hann var drukkinn. Hann rekst á Tóta sem bíður honum besta sakamálalögfræðing landsins ef hann kemur að vinna fyrir sig. Stuttu seinna þegar Bruno kemur frá sjálfskipaðari árs útlegð sinni erlendis, þá sér Stebbi að undir yfirborðinu liggur mikil spenna. Bruno er siðblindur og þrífst á hættu og glæpum. Tóti er hins vegar í tenglum við raunveruleikann og vill einungis reka fyrirtæki með hagnaði. Innrivalda togstreita byrjar og Stebbi er fastur í miðjunni. Sagan er sögð frá sjónarhóli Stebba og fer fyrri helmingur myndarinnar fram og tilbaka á milli Stebba, sem er að læra tökin og verða meðlimur klíkunnar með ágætis framahorfur, og baksögu Tóta og upphafs klíkunnar. Í seinni helmingnum hefur Bruno komið aftur og klíkan byrjuð að brotna niður. Endar það með því að Stebbi finnur sig fastan á milli steins (Tóta) og sleggju (Brúnó).<ref>[http://www.kvikmyndir.is/mynd/?id=7448&tab=upplysingar Söguþráður], [[Kvikmyndir.is]]</ref>
== Leikendur ==
* [[Þór Kristjánsson]] sem Stebbi
Óskráður notandi