„Þorleifur jarlsskáld“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
Jók textann
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Þofleifur jarlsskáld''' (eða jarlaskáld) frá [[Brekka í Svarfaðardal|Brekku]] í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]] var sonur Ásgeirs rauðfelds í Brekku og Þórhildar konu hans. Tvíburabróðir Þorleifs var [[Ólafur völubrjótur]] en systir þeirra bræðra var [[Yngveldur fagurkinn]]. Þorleifur er af fyrstu kynslóð innfæddra Íslendinga og gæti verið fæddur milli 920 og 930. Í [[Svarfdæla saga|Svarfdælu]] segir að þeir bræður hafi fæðst í seli í Vatnsdal inn af Svarfaðardal. Hann ólst upp hjá Miðfjarðar-Skeggja móðurbróður sínum að Reykjum í Miðfirði en kom svo heim í Svarfaðardal á ný og dvaldi þar um hríð. Brekkufólkið kemur hans koma mikið við sögu í Svarfdælu en þeir bræður voru banamenn berserksins [[Klaufi Hafþórsson|Klaufa Hafþórssonar]]. Einnig er til sérstakur þáttur um hann, [[Þorleifs þáttur jarlsskálds]]. Hann segir frá æfi Þorleifs eftir að hann fór úr Svarfaðardal og utanferðum hans og ekki síst viðskiptum hans við [[Hákon Sigurðarson Hlaðajarl]]. Af þeim fékk hann viðurnefnið jarlsskáld. Eftir heimkomuna settist hann að sunnanlands og bjó á [[Höfðabrekka|Höfðabrekku]] í [[Mýrdalur|Mýrdal]]. Lítið er til af kveðskap Þorleifs, þó eru nokkrar vísur eftir hann tilfærðar í Svarfdælu, Þorleifs þætti, Landnámabók og víðar.<ref>Jónas Kristjánsson 1956. Formáli að Þorleifs þætti jarlsskálds. ''Íslensk fornrit'' IX, [[Hið íslenska fornritafélag]]</ref> Þorleifur var veginn á alþingi á [[Þingvellir|Þingvöllum]] um 990 og er heygður þar.
 
Skáldsaga [[Þórarinn Eldjárn|Þórarins Eldjárns]], ''[[Hér liggur skáld]]'' (Rvík 2012), er um Þorleif. [[Grímur Thomsen]] orti einnig um Þorleif jarlsskáld. Kvæðið heitir Jarlsníð og þar í eru hin fleygu vísuorð „Enginn skyldi skáldin styggja, skæð er þeirra hefnd.“