„Hámenning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:National_Gallery_London_Sainsbury_Wing_2006-04-17.jpg|thumb|right|Tilgangurinn með stofnun [[National Gallery]] í London var sá að göfga alþýðu manna með myndlist „gömlu meistaranna“ frá endurreisnartímanum og klassíska tímanum.]]
'''Hámenning''' er samheiti yfir þær listgreinar sem njóta sérstakrar viðurkenningar í tilteknum samfélögum. Sögulega séð á þetta við um listgreinar sem tengdust [[aðall|aðli]] og síðar [[borgarastétt]] á [[Vesturlönd]]um, andstætt [[lágmenning]]u sem tengdist alþýðu manna. Hugtakið endurspeglar að einhverju leyti 17. aldar hugmyndina um [[hinar fögru listir]] tilsem aðgreiningarer aðgreind frá [[nytjalist]]. Hámenning á þannig við um [[list]] sem hefur sérstakt [[fagurfræði]]legt gildi eða felur í sér fagurfræðilegar nýjungar, og krefst íhugunar og [[menntun]]ar til að njóta. Dæmi um hámenningu eru [[sígild tónlist]], [[fagurbókmenntir]], tilteknar greinar [[myndlist]]ar og [[leikhús]]s, [[listdans]] og [[listræn kvikmynd|listrænar kvikmyndir]]. Neysla hámenningar hefur verið talin merki um góða menntun og góðan [[smekkur|smekk]] og var gjarnan talin aðgreinandi, meðan neysla [[alþýðumenning]]ar og [[dægurmenning]]ar var sameinandi. Í mörgum tilvikum hafa ríki reist sérstakar stofnanir með áherslu á hámenningu eins og [[þjóðleikhús]] og [[þjóðlistasafn|þjóðlistasöfn]]. Upprunalegur tilgangur slíkra stofnana var oft á tíðum sá að gefa alþýðu manna færi á að njóta hámenningar sem var talin hafa siðbætandi áhrif.
 
Skilin milli hámenningar og lágmenningar eru menningarbundin og hafa tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Dæmi um þetta er hvernig vestrænir höfundar á 19. öld skrifuðu um [[sviðslist]]ir í [[Asía|Asíu]] og [[Afríka|Afríku]] sem dæmi um [[alþýðumenning]]u meðan þar var litið á þær sem hámenningu. [[Landslagsmálverk]] hafa verið talin dæmi um bæði hámenningu og lágmenningu eftir því hvaða menningarsamfélag og hvaða tímabil á í hlut. Til er fjöldi dæma um listgreinar sem áður töldust almennt til lágmenningar á Vesturlöndum en teljast nú almennt til hámenningar, eins og [[ballett]], [[djasstónlist]] og [[kvikmynd]]ir.