Munur á milli breytinga „Dægurmenning“

m
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: thumb|right|[[Djasstónlist er ein af fyrstu tónlistarstefnunum sem var kölluð dægurtónlist og gagnrýnd fyrir „heimskuvæðingu“ sem fólst í einhæfn...)
 
m
[[Mynd:ODJBcard.JPG|thumb|right|[[Djasstónlist]] er ein af fyrstu tónlistarstefnunum sem var kölluð dægurtónlist og gagnrýnd fyrir „heimskuvæðingu“ sem fólst í einhæfni og endurtekningu.]]
'''Dægurmenning''' eða '''fjöldamenning''' er samheiti yfir [[viðhorf]], [[hugmynd]]ir, [[ímynd]]ir og [[tákn]] sem einkenna ríkjandi [[alþjóðavæðing|alþjóðlega]] [[Vesturlönd|vestræna]] [[menning]]u í [[samtími|samtímanum]] og birtast meðal annars í [[dægurtónlist]], [[kvikmynd]]um, [[fjölmiðill|fjölmiðlum]] og [[nýmiðill|nýmiðlum]]. Meðal þessara einkenna eru [[einstaklingshyggja]] og áhersla á [[einstaklingsfrelsi]] samfara [[neysluhyggja|neysluhyggju]]. Íslenska heitið „dægurmenning“ vísar til þess að í dægurmenningu er lögð áhersla á líðandi stund og hversdagsleika fremur en varanleika og sögulegt mikilvægi.
 
Dægurmenning er oft gagnrýnd fyrir að vera [[lágmenning]], gegnsýrð af [[markaðshyggja|markaðshyggju]] og [[heimskuvæðing|heimskuvædd]] til að gera hana aðgengilega fyrir fjöldann. Dægurmenningu er þannig stillt upp bæði sem andstæðu við [[hámenning]]u, hefðbundnar greinar lista sem einkum [[yfirstétt]]in hafði möguleika til að njóta áður, og [[alþýðumenning]]u, þar sem miðlunin fer fram í nánu samhengi augliti til auglitis. Dægurmenning á sér rætur í hvoru tveggja og hefur líka haft mikil áhrif á bæði hámenningu og alþýðumenningu enda eru mörkin þarna á milli alls ekki skýr.
44.610

breytingar