„Þjóðbókasafn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q22806
m +mynd
Lína 1:
[[Mynd:India_Education_.jpg|thumb|right|[[Þjóðbókasafn Indlands]] í [[Kolkata]].]]
'''Þjóðbókasafn''' eða '''landsbókasafn''' er [[bókasafn]] sem ríkisstjórn einhvers [[ríki]]s tiltekur sérstaklega sem helsta safn upplýsinga þess ríkis. Yfirleitt hefur þjóðbókasafn það hlutverk að safna öllu því efni sem gefið er út á prenti í landinu. Sum þjóðbókasöfn safna einnig kvikmyndum og hljóðritum á sömu forsendum. Til þess að rækja þetta hlutverk sitt njóta þjóðbókasöfn gjarnan sérstakrar lagasetningar sem kveður á um [[skylduskil]] efnis til safnsins sem gildir um allar prentsmiðjur og útgefendur í landinu. Að auki sjá þjóðbókasöfn oft um varðveislu dýrmætra bókasafna, prentgripa og handrita. Í þjóðbókasöfnum er oftast aðeins hægt að fá aðgang að safnkostinum til notkunar á staðnum öfugt við [[almenningsbókasafn|almenningsbókasöfn]] sem yfirleitt leyfa [[útlán]].