„Gálgahraun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
byrjun
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Gálgahraun''' er sérstæð [[hraun]]spilda á [[Álftanes]]i, nyrst í [[Garðahraun]]i við botni [[Lambhúsatjörn|Lambhúsatjarnar]]. Hraunið sker sig úr sökum þess hve úfið það er og hrikalegt. Talið er að glóandi hraun hafi runnið út á mýrlendi sem þarna hefur verið, suður af Lambhúsatjörn, og vatnsgufurnar hafi sprengt það allt sundur, gert í það gíga og stórar gjár, en hrúgað upp röðlum og klettum á öðrum stöðum. Í Gálgahrauni leynist að minnsta kosti einn hellir.
 
Gálgahraun er kennt við háan, klofinn hraundranga, ''Gálgaklett'', þar sem sakamenn voru hengdir og dysjaðir. Þar var refsingarstaður þingsins í [[Kópavogur|Kópavogi]]. Umboðsmaður Danakóngs á Bessastöðum hafði refsingarstaðinn svo til í túnjaðrinum hjá sér.
 
[[Jóhannes Kjarval]] málaði fleiri tugi málverka út í Gálgahrauni og eru sem þeirra talin með helstu meistaraverkum hans.
 
Í október [[2013]] fóru fram mótmæli ''Hraunvina'', sem er félagsskapur sem er á móti lagningu vegar gegum suðurenda hraunsins. Þann [[21. október]] fóru fram stórfeldar handtökur á mótmælendum. Einn af þeim sem handtekinn var var [[Ómar Ragnarsson]], skemmtikraftur og fréttamaður.
 
== Eitt og annað ==