Munur á milli breytinga „Ryþmablús“

m (Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q45981)
 
== Nútíma ryþmablús ==
{{Aðalgrein|Nútíma ryþmablús}}
Á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum komu fram nýir stílar af ryþmablús, þar á meðal fönk og diskó. Á níunda áratugnum vara hugtakið R&B skilgreint sem stíll samtíma blökkumanna í Bandaríkjunum og var um að ræða tónlist sem sameinaði þætti frá sál, fönk og popp tónlist, sem er upprunnin eftir diskó þemað fjaraði út. Á seinni hluta níunda áratugarins varð hip hop og rapp betur skilgreint og mörg lög notuði upptökur af klassískum ryþmablús lögum.
 
Michael Jackson gaf út plötuna Thriller árið 1982 og varð hún mest selda plata allra tíma. Þar mátti finna leifar af diskó tímabilinu sem hafði veruleg áhrif á nútíma ryþmablús tónlist. Aðrir söngvarar og sönghópar eins og Patti Labelle, Luther Vandross, Prince og New Edition tóku tónlistarheiminn yfir með þessum nýja stíl af ryþmablús. Gladys Knight, Melba Moore og Whitney Houston mótuðu einnig ryþmablús menninguna á níunda áratugnum, og sá stíll naut meiri vinsælda sem tónlistarhefð á tíunda áratugnum. Á þeim áratug tóku ryþmablús raularar eins og Keith Sweat, LeVert, Guy, Jodeci, BellBivDeVoe, ryþmablús ástarlög á annað stig. Fleiri listamenn eins og til dæmis Mariah Carey, Brian McKnight, TLC, R. Kelly, Mary J. Blige og Boyz II Men kveiktu einnig áhuga á ný á klassíkri sál tónlist og raddsettum lögum. Afleiðingin af þessari fjölbreyttu tegund af tónlist var sú að það spruttu upp fullt af nýjum undirstefnum eins og New Jack Swing, Hip-hop sál og ný sál. Ryþmablús er sífellt að breytast og mun halda áfram að þróast og vera vinsæll tjáningarmáti fyrir ameríska blökkumenn og samfélög blökkumanna víðast hvar í heiminum. <ref name="brotha"/>
 
 
 
 
 
 
== Heimildir ==