„Birgitta Jónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Uppfærði boxið.
nokkurns ==> nokkurs
Lína 74:
Birgitta varð mjög virk víða í grasrótarfélögum sem spruttu upp í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008.
 
Í framhaldi af því var Borgarahreyfingin stofnuð, sem var í upphafi nokkurnsnokkurs konar regnhlífarsamtök grasrótarhópa. Borgarahreyfingin bauð fram á landsvísu í alþingiskosningunum 2009 og Birgitta var oddviti í Reykjavík suður. Borgarahreyfingin hlaut 7,2% atkvæða og 4 þingmenn, Birgitta var ein þeirra. Hinir voru Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Þráinn Bertelsson. Eftir kosningarnar jókst fylgi Borgarahreyfingarinnar stöðugt og var í skoðanakönnunum rúmlega 10-11%. Fljótlega fór að harðna á dalnum og deilur voru á milli þinghópsins og stjórnar flokksins. Borgarahreyfingin hafði fyrir kosningar gefið út að hún teldi hentugast að sótt væri um aðild að Evrópusambandinu og í framhaldinu yrði þjóðaratkvæðagreiðsla. 11. júlí tilkynnti Birgitta að hún vildi að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um umsóknina. Fljótlega snérust Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir á sveif með Birgittu. Í atkvæðagreiðslunni á Alþingi um umsóknina 16. júlí greiddi Þráinn Bertelsson einn þingmanna Borgarahreyfingarinnar atkvæði með umsókninni. Eftir þetta spunnust upp miklar innanflokksdeilur. Þráinn Bertelsson gekk úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar í ágúst eftir persónulegar deilur við Margréti, sem hélt að hann væri veikur á geði. Borgarahreyfingin missti mikið af styrk sínum og fylgið hrapaði. Landsfundur Borgarahreyfingarinnar í september 2009 samþykkti ný lög fyrir flokkinn í andstöðu við þinghópinn og fráfarandi formann flokksins, Baldvin Jónsson. Þá sauð endanlega upp úr og þríeykið; Birgitta, Þór og Margrét ásamt fleiri fyrrum stuðningsmönnum Borgarahreyfingarinnar stofnuðu nýtt stjórnmálaafl; Hreyfinguna og varð Birgitta þingflokksformaður. [http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/07/01/sjalfstaedisflokkur_i_sokn/]. Í kosningunum 2013 bauð hún sig fram fyrir Pírata, nýtt stjórnmálaafl hér á landi, og náði kjöri ásamt tveimur öðrum úr þeim flokki.
 
== Neðanmálsgreinar ==