„Íslenska þjóðkirkjan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 108:
Eftir því sem samkynhneigð hefur orðið viðurkenndari í samfélaginu, hefur þrýstingurinn vaxið á Þjóðkirkjuna, að hún taki undir almenna viðurkenningu á samkynhneigðum, meðal annars með því að gefa samkynhneigða saman í fullgilt kristilegt hjónaband eins og annað fólk. Í aldanna rás hefur kirkjan, eins og flestar aðrar stofnanir samfélagsins, haft ímugust á samkynhneigð, og er meðal annars farið hörðum orðum um hana í Biblíunni. Þjóðkirkjan hefur reynt að verða við gagnrýninni sem hún hefur orðið fyrir af þessum sökum, en vera samt trú ritningunni. Í nýárspredikun<ref>{{Vefheimild|url=http://tru.is/postilla/2006/01/kenn-oss-ad-telja-daga-vora|titill=Kenn oss að telja daga vora|höfundur=Karl Sigurbjörnsson|ár=2006|mánuður=1. janúar|mánuðurskoðað=27. mars|árskoðað=2007}}</ref> í ársbyrjun [[2006]] komst Karl Sigurbjörnsson biskup svo að orði að í þessu máli yrði að „að fara hér með gát, og leyfa hjónabandinu að njóta vafans.“
 
Á haustdögum [[2006]] var fjallað mikið um málið á kirkjuþingi, ekki síst um það hvers eðlis spurningin væri. Var rökrætt hvort málefnið væri [[guðfræði]]legs eða [[siðfræði]]legs eðlis — ef það væri guðfræðilegs eðlis, þá væri vafasamt fyrir kirkjuna að breyta um stefnu, en ef það væri siðferðislegs eðlis, þá gæti hún það. Þetta mál er óútkljáð, en hefur reynst kirkjunni óþægur ljár í þúfu.
Þann 27. júní árið 2010 voru gildandi hjúskaparlög samræmd lögum um staðfesta samvist sem gilt höfðu frá árinu 1996 og náðu til samkynhneigðra para, og sett voru ein hjúskaparlög sem heimila hjónabönd samkynja para.
 
== Þjóðkirkjan og önnur trúarbrögð ==