„Spjall:Gregoríska tímatalið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Agur Kesalat (spjall | framlög)
Meira um íslenskan rithátt og hugsanlega fyrirspurn til sérfræðings
Lína 35:
::::::: Þessi samræða vekur vissulega upp ýmsar spurningar. Fyrir mitt leyti hefði ég haldið réttast að nota latneska mynd nafnsins enda opinbert heiti páfa í embætti. En jafnvel þótt stýfð nafnmynd verði fyrir valinu, hvers vegna skyldi þurfa í orðasambandi að nota í allt annarri flettu (þ.e. um tímatalið) lýsingarorð myndað af þeirri sömu nafnmynd? Því jafnvel þótt Gregor verði flettuheitið á greininni um manninn er ekki þar með sagt að latneska útgáfan Gregorius hafi verið dæmd óhæfa — enda ætti hún samt að koma fram í greininni um manninn þótt stýfða nafnmyndin verði flettuheitið. Svolítið öðru máli gegnir um orðmyndina „gregoríanskur“. Hún er nefnilega mynduð af lýsingarorði sem er myndað af nafninu. Það er að segja, latneska lýsingarorðið gregorianus er myndað af nafninu Gregorius og getur af sér endinguna -ian í ensku. Það er skrítið að mynda íslenskt lýsingarorð af latneska lýsingarorðinu frekar en mannsnafninu sjálfu.
::::::: Ég er ekki viss um að það sé beint til nein venja um þetta. Ef þú vilt leita til sérfræðings, þá ættu þeir sem hér hafa tekið til máls að sammælast um hvers álits skal leitað, þ.e. hver sérfræðingurinn á að vera; og sammælast líka um fyrirspurnina. Hún gæti t.d. verið svona, svo að svarandi hafi öll gögn í höndunum: „Lýsingarorðin „gregoríanskur“, „gregorískur“ og „gregorskur“ eru öll notuð til að kenna ákveðið tímatal við ákveðinn mann. Einungis fyrstu tvær orðmyndirnar eru í ''Íslenskri orðabók'' Marðar Árnasonar (Edda, 4. útg. 2007) og ''Stafsetningarorðabókinni'' frá JPV (Dóra Hafsteinsdóttir ritstj., 2005) en einungis önnur myndin (þ.e. „gregorískur“) er í ''Orðabók Menningarsjóðs'' (Árni Böðvarsson ritstj., 2. útg. 1983). Fyrsta orðmyndin virðist mynduð af latnesku lýsingarorði („gregorianus“) með íslenskri lýsingarorðaendingu en hinar tvær eins og hver önnur íslensk lýsingarorð, annars vegar af latensku nafni páfans, Gregorius, og hins vegar af stýfðri útgáfu nafnsins, þ.e. Gregor. Er einhver réttari en önnur og ef svo hver þeirra og hvers vegna?“ --[[Notandi:Cessator|Cessator]] ([[Notandaspjall:Cessator|spjall]]) 9. október 2013 kl. 22:13 (UTC)
 
:::::::: Sú leið að nota opinbert latneskt heiti páfa hefur almennt ekki verið farin. Þvert á móti er hefð fyrir því að nota íslenska samsvörun hvers nafns. Við tölum um Frans páfa (en ekki Franciscus), Benedikt 16. páfa (en ekki Benedictus), Jóhannes Pál 1. og 2. páfa (en ekki Ioannes Paulus) o.s.frv., sjá einnig [[Listi yfir páfa|íslenska wp-listann yfir páfa]]. Yfirleitt er notuð hefðbundin íslensk mynd nafnsins ef hún er til, en jafnvel þegar svo er ekki er latnesku endingunni ''-us'' iðulega sleppt. Algengara hefur til að mynda verið að tala um Úrban páfa og Hadrían páfa en Úrbanus og Hadríanus. Ef til vill mætti kalla þetta „stýfðar“ nafnmyndir en fyrst og fremst er litið á þær sem íslenskan rithátt hvers nafns um sig.
:::::::: Ég er sammála því að ritháttur lýsingarorðsins, sem tengist nafninu ''Gregor(íus)'' er sjálfstætt úrlausnarefni. Jafnvel þótt samþykkt verði að nefna páfana ''Gregor'' fremur en ''Gregoríus'' hér á síðunum kann að vera að lýsingarorðið „gregorískur“ þyki áfram heppilegast.
:::::::: Eftir að hafa skoðað listann yfir páfa virðist mér raunar sem helsta álitamálið sé einmitt hvernig hafa skuli á íslensku nafn þeirra páfa sem nefndust Gregorius á latínu. Þessi óvissa virðist hafa verið uppi lengi. Til dæmis er sérkennilegt að sjá eftirfarandi í Íslenskri orðsifjabók: „'''Gregoríus''' k. karlmannsnafn, sbr. páfaheitið ''Gregor'' (hinn mikli) og '''Gregoríusmessa''' kv., 12. mars.“ Það er annað eins og þetta sem veldur því að mér þætti heppilegast að fá úrskurð eða að minnsta kosti álit sérfræðings. Ég veit þó ekki hver hann ætti að vera. Ber að leita til sérfræðings í íslensku máli eða málsögu, kirkjusagnfræðings eða nafnfræðings? Mér dettur í hug að [[user:Akigka|Akigka]] hafi skoðun á þessu (hann virðist hafa sett saman íslensku útgáfuna af páfalistanum). Fyrirspurn til sérfræðings þyrfti að snúast jafnt um páfanafnið sem lýsingarorðið sem tengist því eða er af því dregið. Þar með gæti verið nauðsynlegt að senda tvær fyrirspurnir, aðra um nafnið og hina um lýsingarorðið, því að hugsanlega teljast þær falla undir tvö mismunandi sérfræðisvið. [[Notandi:Birnuson|Birnuson]] ([[Notandaspjall:Birnuson|spjall]]) 10. október 2013 kl. 13:39 (UTC)
Fara aftur á síðuna „Gregoríska tímatalið“.