„Spjall:Gregoríska tímatalið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Agur Kesalat (spjall | framlög)
Meira um „Gregor“ og „gregorskur“
Agur Kesalat (spjall | framlög)
Meira um „gregorskur“
Lína 17:
::::Ég tek undir með [[Notandi:Akigka|Akigka]]. Auk þess vil ég benda á að við vefleit kemur „Gregorska tímatalið“ aðeins fyrir tvisvar og það í Fréttablaðinu en engum ritum. Því vil ég leggja til að þessu sé breitt til baka og að tímatalið sé nefnt eins og það er almennt nefnt og ég tel að um það hafi skapast málhefð og ég get ekki séð að það sé okkar að breyta málhefðum af því að einhverjum finnst að önnur stafsetning sé „réttari“. [[Notandi:Bragi H|Bragi H]] ([[Notandaspjall:Bragi H|spjall]]) 8. október 2013 kl. 13:47 (UTC)
::::: Þessu til viðbótar, eigum við þá að breyta öllum þeim afleyddu orðum og hugtökum sem leidd eru af Gregoríus? Samanber stafsetningaorðabókina: „gregorískur lo. gregorísk; gregorískt -ari, -astur gregorískur söngur; gregoríska kirkjan; gregoríska tímatalið“? Þær orðabækur sem ég er búin að fletta í gefa bara upp að nafnið „Gregor“ sé íslenskt mannsnafn, en Gregoríus eru allir páfarnir sem dæmi. Á hverju eigum við að byggja ef ekki hefðinni og öðrum ritum? [[Notandi:Bragi H|Bragi H]] ([[Notandaspjall:Bragi H|spjall]]) 8. október 2013 kl. 14:19 (UTC)
 
:::Fyrst um „Gregor“. Páfar, sem borið hafa nafnið Gregorius, hafa ýmist verið kallaðir Gregoríus eða Gregor á Íslandi. Fræðimenn nota þó að jafnaði „Gregor“. Nefna má heiti ýmissa miðaldarita eins og þau eru höfð í fræðilegum útgáfum frá síðustu 150 árum: ''Gregors saga'' (útg. Unger 1877), ''Viðræður Gregors'' (útg. Þorvaldur Bjarnarson 1878) og ''Ævi og viðræður heilags Gregors, brot'' (útg. Hreinn Benediktsson 1963). Einnig má benda á nýleg dæmi úr ritgerðum annarra fræðimanna: „…þegar Gregor páfi VII. gaf út hið fræga plagg Dictatus papae…“ (úr grein Sigurðar Líndals fv. lagaprófessors „Um lagasetningavald dómstóla“ sem birtist í Tímariti lögfræðinga, 52. árgangur 2002, 2. tölubl., bls. 103) og „…hann hafi farið á fund páfa sem þá var Gregor IX…“ (úr grein Helga Þorlákssonar, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands, „Nikulás og Sturla í Róm“ sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, 26. júlí 2003, bls. 8). Dæmi um hitt má vissulega finna líka en ég hygg að „Gregor“ hafi vinninginn þegar litið er til fræðilegra skrifa undanfarna áratugi og þar með virðist einsýnt að nota þá mynd nafnsins einnig í Wikipedia. [[Notandi:Birnuson|Birnuson]] ([[Notandaspjall:Birnuson|spjall]]) 9. október 2013 kl. 01:54 (UTC)
 
:::Þá um „gregorskur“. Rökin fyrir því að nota þá orðmynd eru í fyrsta lagi að rétt sé að gæta samræmis og leiða lýsingarorðið af þeirri mynd eiginnafnsins sem ákveðið hefur verið að nota (Gregor -> gregorskur). Mótrökin eru auðvitað að hefð sé fyrir öðru. Ríkasta hefðin virðist hins vegar lengi hafa verið (jafnvel hjá þeim sem notuðu nafnmyndina Gregor) að tala um „gregoríanska tímatalið“ en hér á síðunni hefur þeirri orðanotkun engu að síður verið hafnað. Þá er rangt að „gregorskur“ komi ekki fyrir í ritmálssafni Orðabókar Háskólans, því að þar hefur orðmyndunum „gregorskur“ og „gregórskur“ verið slegið saman í eina færslu. Dæmin, sem þar eru tilgreind, eru frá Halldóri Laxness („gregórskur“) og Guðmundi Finnbogasyni („gregorskur“) en Guðmundur var, eins og segir á Vísindavefnum, „einn fjölhæfasti menntamaður Íslendinga á fyrri hluta 20. aldar“ og „afkastamikill þýðandi fræðirita og ötull orðasmiður“ og að margra dómi einn málhagasti maður á Íslandi. Úr því að niðurstöður frá Google eru nefndar er rétt að benda á að flestar þær þúsundir niðurstaðna sem taldar eru upp fyrir „gregoríska tímatalið“ eru tvítekningar (margtekningar?) af glosbe.com. Að þeim slepptum eru niðurstöðurnar aðeins um 100, þar á meðal af ýmsum vafasömum síðum með heiti á borð við „xxxpussy.datingmakeup“ og „whatgetsmehot“. Þær styðja því ekki allar notkun orðmyndarinnar „gregorískur“. [[Notandi:Birnuson|Birnuson]] ([[Notandaspjall:Birnuson|spjall]]) 9. október 2013 kl. 02:26 (UTC)
Fara aftur á síðuna „Gregoríska tímatalið“.