Munur á milli breytinga „Hákarl“

2.903 bætum bætt við ,  fyrir 7 árum
m
ekkert breytingarágrip
m
m
Hákarlaveiðar á þilskipum hófust fyrir alvöru í kringum 4. áratug 19. aldar og voru Vestfirðingar manna fyrstir til þess að gera út til hákarlaveiða á þilskipum. Á þessum tíma hafði verð á lýsi hækkað hlutfallslega mikið gagnvart þorski. Þilskipum á Vestfjörðum fjölgaði stöðugt á þessum árum og var svo komið að þorskveiðar virtust hafa verið aukageta skipverja. Þilskipaútgerð Norðlendinga byrjaði þó öllu síðar en fyrir vestan. Þilskipaútgerð Norðlendingar var í höndum bænda og stunduðu þau skip nær eingöngu hákarlaveiðar. <ref>Jón Þ. Þór. (2002). Sjósókn og Sjávarfang, Saga Sjávarútvegs á Íslandi: Árabáta- og Skútuöld, I. Bindi. Akureyri: Bókaútgáfan Hólar</ref><ref>Jón Þ. Þór. (1981). Hákarlaveiðar Eyfirðinga á síðari hluta 19. aldar. Í Jónas Blöndal og Már Elíasson (ritstjórar), Ægir: 8 tölublað (418-430). Reykjavík: Ísafoldar prentsmiðja hf.</ref>
 
Mikil eftir lýsi í borgum evrópu allt fram til 1900 en þá fór eftirspurnin eftirlýsi að minnka verulega vegna þess að þá voru menn byrjaðir að nota olíu til þess að lýsu upp borgirnar í stað lýsis. En eins og hægt er að sjá á myndinni hér að ofan var mikið um að vera þegar að veiðarnar stóðu sem hvað hæst en þá voru menn í norðlengindafjórðung að veiða það mikinn hákarl að lifrin úr þeim náði í rúmlega 12.000 tunnur. Það voru einmitt Norðlendingar sem báru höfuð og herðar yfir aðra hvað hákarlaveiðar vörðuðu á landinu. Hnignun veiðanna varð þó mjög hröð. Þó er enn veitt nokkuð af hákarli í dag en sá hákarl sem veiðist er til að mynda[[kæsing|kæstur]] og borin fram á þorrablótum. Einnig hefur framleiðsla [[hákarlalýsis]] til manneldis hefur farið vaxandi að undanförnu.
[[File:Hnignun Hákarlaveiða.jpg|thumb|400px|right|Hnignun hákarlaveiða]]
 
== Veiðar í dag ==
Í dag veiða menn vissulega enn hákarl en markmið veiðanna eru allt önnur en þau voru fyrir 150 árum síðan. Enn eru til menn sem fara til hákarlaveiða hér við land en það gera þeir nánast eingöngu til þess að þeir og aðrir geti notið þess að borða hann á Þorranum en einnig hefur framleiðsla á hákarlalýsi til manneldis farið vaxandi. Ætla má að hlutfallið af veiddum hákarli hér við land væri ef til vill enn lægra ef hann veiddist ekki sem meðafli í botnvörpur stærri skipanna en það er þó eitthvað sem erfitt er að koma fyrir. <ref>Hagstofa Íslands. (2012.). Afli eftir veiðarfærum og fisktegundum. Sótt 21. nóvember 2012 af http://hagstofan.is/?PageID=2596&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=SJA09013%26ti=Afli+eftir+vei%F0arf%E6rum+og+fisktegundum+1992%2D2011%26path=../Database/sjavarutvegur/af3Skip/%26lang=3%26units=Tonn</ref>
[[File:Veiðar Íslendinga.jpg|thumb|400px|left|Veiðar Íslendinga frá 1950-2010, Heimild: Hagstofan]]
 
== Tækifæri ==
að hákarlinn hefur ekkert þvagkerfi og þegar að hann er drepinn tekur þvagið að brotna niður í eitt af myndunarefnum ammoníaks. Það flæðir um skrokk dýrsins og styrkur þess getur verið svo mikill að ef einhvern neytir kjötsins getur viðkomandi fengið eitrun eða jafnvel dáið. Því er hákarlinn látinn gerjast í moldar- eða malargryfju í 1-3 mánuði áður en að hann er hengdur (svokölluð kæsing) upp til þurrkunar en þetta er gert til þess að losna við eitrunaráhrif ammoníaksins. Fólki þykir þessi „eldunarmáti“ örugglega ekkert ýkja lystugur og að leggja sér til munns gerjaðan hákarl virðist ekkert mjög spennandi. Til eru þó tvær leiðir til þess að borða hákarlinn ferskar, en þær felast í því að blóðga skepnuna um leið og hún veiðist og hún síðan kæld. Blóðgunin veldur því að þvagefnaríkt blóð rennur úr dýrinu og minni líkur eru á því að finna þetta svokallaða ammoníak bragð finnist. Hin leiðin er sú að dýrið er blóðgað, skrápurinn og dökka kjötið undir því er fjarlægt. Kjötið er svo skorið í bita, það svo þakið með hveiti og kornmjöli áður en það er sett í kæli í tvo sólarhringa en með þessu móti er hægt að borða það nokkuð ferskt. Þetta er ef til vill eitthvað sem ekki margir vita og kannski eitthvað sem fólk væri tilbúið að prófa áður en að það leggur dóm á hákarl sem matvæli í framtíðinni. <ref>Jón Már Halldórsson. (2003). Hvað er vitað um grænlandshákarlinn? Sótt 13. október 2012 af http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3036</ref>
 
== Magaskrúð hákarlsins ==
34

breytingar