„Hákarl“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Norskur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Norskur (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 23:
== Saga og Nýting ==
Erfitt er að finna öruggar heimildir um það hvenær Íslendingar hafi byrjað að veiða hákarl en talið er að á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi Íslendingar einungis nýtt þann hákarl sem rak dauðan á fjörur. Veiðarnar virðast þó vera orðnar töluvert miklar á 14. öld en þá var hákarlinn orðinn hluti af matarvenjum Íslendinga. Um hákarl má lesa m.a. í [[Snorra-Edda|Snorra Eddu]], [[Grágás]] og [[Jónsbók]], þ.e. hákarlsreka, og um verkaðan hákarl er skrifað í skrá yfir eignir Hóladómkirkju frá [[1374]]. Veiðarnar færðust svo í vöxt á næstu öldum og tíðkaðist að menn færu á opnum bátum í hákarlalegur. Í slíkar sjóferðir var yfirleitt farið á veturna og gátu þær tekið allt frá 2 dögum, upp í 2 vikur en allt réðst það af aflabrögðum og veðráttu. Ástæða þess að farið var í þessar ferðir að vetri til má rekja til þess að menn þurftu að sinna heyskap og öðrum bústörfum á sumrin til þess að halda lífi í búfénu á veturna. Hákarl var veiddur með [[Lagnvaður|Lagnvaði]], [[Keflvaður|keflvaði]] og venjulegum vað og svo hákarlalínu.<ref>Jón Þ. Þór. (2002). Sjósókn og Sjávarfang, Saga Sjávarútvegs á Íslandi: Árabáta- og Skútuöld, I. Bindi. Akureyri: Bókaútgáfan Hólar</ref>
[[File:Hákvarlaveiðar.jpg|thumb|400px|left|Hákarlaveiðar Norðlendinga og Austfirðinga]]
 
Hákarlaveiðar á 17. öld voru fremur litlar hér á landi og þá aðallega fyrir tilstilla Dana sem stjórnuðu versluninni, þar sem þeir lækkuðu verð á íslenskum útflutningsvörum en seldu sinn varning á okurverði til Íslendinga. Þessi einokun leiddi til fjárskorts og voru því veiðarfæri landsmanna léleg og framfarir í öllum greinum mjög litlar. Í kringum 1800 fer þó einokunarverslun Dana að hnigna og Íslendingar fara að stunda hákarlaveiðar í auknari mæli enda var eftirspurn eftir lýsi orðin mikil í borgum Evrópu. Þetta leiddi til þess að Íslendingar fóru að gera út skip sem einungis voru ætluð til hákarlaveiða en áður fyrr hafði hákarlinn aðeins verið veiddur sem viðbót við þorskaflann. Það voru þó breytingar handan við hornið á aðbúnaði manna úti á sjó því þegar að aukin eftirspurn eftir lýsi varð í Evrópu fóru menn að gera út til hákarlaveiða á þilskipum. <ref>Jóhann Tómasson. (1975). Þróun hákarlaútgerðar við Norðurland. Í Gísli Sigurðsson, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson og Sigurjón Sigtryggson (ritstjórar), Siglfirðingabók: Ársrit Siglufjarðar (bls. 47-70). Siglufjörður: Siglufjarðarprentsmiðja h.f.</ref>
 
Hákarlaveiðar á þilskipum hófust fyrir alvöru í kringum 4. áratug 19. aldar og voru Vestfirðingar manna fyrstir til þess að gera út til hákarlaveiða á þilskipum. Á þessum tíma hafði verð á lýsi hækkað hlutfallslega mikið gagnvart þorski. Þilskipum á Vestfjörðum fjölgaði stöðugt á þessum árum og var svo komið að þorskveiðar virtust hafa verið aukageta skipverja. Þilskipaútgerð Norðlendinga byrjaði þó öllu síðar en fyrir vestan. Þilskipaútgerð Norðlendingar var í höndum bænda og stunduðu þau skip nær eingöngu hákarlaveiðar. <ref>Jón Þ. Þór. (2002). Sjósókn og Sjávarfang, Saga Sjávarútvegs á Íslandi: Árabáta- og Skútuöld, I. Bindi. Akureyri: Bókaútgáfan Hólar</ref><ref>Jón Þ. Þór. (1981). Hákarlaveiðar Eyfirðinga á síðari hluta 19. aldar. Í Jónas Blöndal og Már Elíasson (ritstjórar), Ægir: 8 tölublað (418-430). Reykjavík: Ísafoldar prentsmiðja hf.</ref>
 
Mikil eftir lýsi í borgum evrópu allt fram til 1900 en þá fór eftirspurnin eftirlýsi að minnka verulega vegna þess að þá voru menn byrjaðir að nota olíu til þess að lýsu upp borgirnar í stað lýsis. En eins og hægt er að sjá á myndinni hér til hliðarofan var mikið um að vera þegar að veiðarnar stóðu sem hvað hæst þvíen þá voru einungis menn í norður-amtinorðlengindafjórðung að veiða nýtaþað lifurmikinn úrhákarl hákarla semlifrin úr þeim náði í rúmarrúmlega 12.000 tunnur. Það voru einmitt Norðlendingar sem báru höfuð og herðar yfir aðra hvað hákarlaveiðar varðaðivörðuðu á landinu. Hnignun veiðanna varð þó mjög hröð.
[[File:HákvarlaveiðarHnignun Hákarlaveiða.jpg|thumb|500px400px|right|Hákarlaveiðar Norðlendinga ogHnignun Austfirðingahákarlaveiða]]
 
== Magaskrúð hákarlsins ==