„Björgólfur Thor Björgólfsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
 
== Ævi ==
Björgólfur er sonur [[Björgólfur Guðmundsson|Björgólfs Guðmundssonar]], sem einnig var fyrirferðamikill í íslensku viðskiptalífi. Móðir Björgólfs er [[Þóra Hallgrímsson]], dóttir [[Hallgrímur Fr. Hallgrímsson|Hallgríms Fr. Hallgrímssonar]] forstjóra [[Skeljungur|Skeljungs]] og Margrétar Thors, sem var dóttir dansk-íslenska athafnamannsins [[Thor Jensen|Thors Jensen]] og heitir Björgólfur eftir honum. Hann er giftur Kristínu Ólafsdóttur og eiga þau eittþrjú barnbörn. Heimili hans er í [[London]] en hann á hús við [[Óðinsgata|Óðinsgötu]] 5 og [[Fjölnisvegur|Fjölnisveg]] 3.
 
Björgólfur Thor lauk námi í [[viðskiptafræði]] frá [[New York University]] árið [[1991]]. Hann rak síðan skemmtistaðinn á [[Hotel Borg]] <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1745034 Dansleikir á Hótel Borg hefjast á ný; grein í Morgunblaðinu 1991]</ref> ásamt [[Skúli Mogensen|Skúla Mogensen]] og síðan [[Tunglið (skemmtistaður)|Tunglið]].<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1770888 Tunglið; auglýsing í Morgunblaðinu 1992]</ref> Björgólfur fór fljótlega eftir það, eða árið [[1993]], til [[Sankti Pétursborg]]ar í [[Rússland]]i ásamt föður sínum og [[Magnús Þorsteinsson|Magnúsi Þorsteinssyni]] til að setja á fót gosdrykkjaverksmiðjuna ''Gosann''.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1791368 Uppsetning verksmiðju Gosans í Rússlandi gengur vel; grein í Morgunblaðinu 1993]</ref> Rekstur verksmiðjunnar var erfiður framan af, bæði vegna málaferla innan fyrirtækisins og erfiðra viðskiptaaðstæðna í [[Rússland]]i.