„York“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q42462
Ekkert breytingarágrip
Lína 41:
Englar frá meginlandinu settust að á svæðinu eftir brotthvarf Rómverja á 5. öld. Fáar fornminjar finnast í borginni í dag sem staðfestir tilveru þeirra þar. Sumir fræðimenn trúa því að þeir hafi ekki sest að í borginni fyrr en síðar. Það var ekki fyrr en í upphafi 7. aldar að Edwin, englakonungur af Norðymbralandi, reyndi var að afstýra flóðum í ánni Ouse við York. Hann tók [[Kristin trú|kristni]] í York og skírðist árið [[627]]. Upp úr því settist hann að í York, sem þar með varð að höfuðborg englaríkisins Deira. Deira breyttist í konungsríkið [[Norðymbraland (konungsríki)|Norðymbraland]] við sameiningu við konungsríkið Bernicia og var York áfram höfðuborg nýja ríkisins. Á [[8. öldin|8. öld]] var biskupsdæmi stofnað í York og varð það að erkibiskupsdæmi [[735]]. Fyrsta dómkirkjan var reist, en hún hvarf fyrir nýrri kirkju sem í voru 30 ölturu. Einnig varð York að mistöð menntunar er skóli og bókasafn voru stofnuð síðla á 8. öld. Viðskipti efldust við aðra hluta Englands, en einnig við [[Frakkland]], [[Niðurlönd]] og Rínarlönd.
 
=== Danalög ===
[[Mynd: Eirik Blodøks with Gunhild, Egil Skallagrimsson standing.jpg|thumb|left|Egill Skallagrímsson stendur frammi fyrir Eirík blóðöxi og Gunnhildi drottningu]]
=== Danalög ===
Árið [[866]] ruddust [[víkingar]] inn í landið. Víkingaher undir stjórn Ívars og Hálfdans, sona [[Ragnar loðbrók|Ragnars loðbróks]], réðist á York [[1. nóvember]] það ár. Þar var konungslaust í bili, svo að þeir tóku borgina nær vandræðalaust. Tveir englaprinsar, sem höfðu verið að berjast um konungstignina, sameinuðu nú krafta sína og lögðu af stað gegn víkingum. Í orrustu [[21. mars]] [[867]] féllu prinsarnir, en víkingar styrktu stöðu sína. Þeir stofnuðu eigið ríki, kallað [[Konungar í Jórvík|Jórvík]] (síðar [[Danalög]]), sem var að mestu leyti stjórnað frá York. Ríkið var þó ekki sérlega langlíft, því [[954]] náði EdredJátráður ([[Eadred]]) Englandskonungur að hrekja [[Eiríkur blóðöx|Eirík blóðöxi]] frá York og innlima Jórvík.
 
''Ítarefni:'' [[Konungar í Jórvík]]
 
=== Síðmiðaldir ===