„Japanska“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 11:
'''Japanska''' (日本語, „nihongo“) er [[tungumál]], bæði [[talmál|tal]]- og [[ritmál]], sem er aðallega notað í [[Japan]]. Um 130 milljón manns kunna tungumálið og er það [[listi yfir tungumál|áttunda mest talaða tungumáli heims]]. Málvísindamenn deila um flokkun japanska tungumálsins, en megin kenningin er sú að það sé [[einangrað tungumál]] sem á sér margar birtingarmyndir og í raun yfirheiti á tungumálaætt sem kallast [[japönsk tungumál]]. Önnur kenning segir að japanska sé hugsanlega hluti af svokallaðri [[altísk tungumál|altísktri tungumálaætt]] sem nær yfir mikinn hluta [[Mið-Asía|Mið-Asíu]] og inniheldur einnig [[tyrnesk tungumál|tyrknesk]], [[mongólsk tungumál|mongólsk]], [[kóresk tungumál|kóresk]] og [[mansjúrísk tungumál|mansjúrísk mál]]. Hvorug þessara kenninga hafa enn verið samþykktar opinberlega.
 
Japan er eina landið þar sem japanska er hið opinbera tungumál (eyjan [[Angaur]] hefur þrjú opinber tungumál og er japanska eitt af þeim). Japanska er þó töluð í mörgum öðrum löndum sökum landsflutninga og ber helst á henni í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], aðallega í [[Kalifornía|Kaliforníu]] og [[Hawaii]], [[Brasilía|Brasilíu]] og [[Filippseyjar|Filippseyjum]]. [[Japönsk menning]] hefur þróast stöðugt í margar aldir og ólíkt mörgum öðrum þjóðarmenningum hefur hún ekki orðið fyrir barðinu á innrásum þjóða og menningu þeirra fyrr enn nú á seinni árum. Í gegnum tíðina hefur þó í japönsku safnast upp mikið af tökuorðum úr [[kínverska|kínversku]], [[portúgalska|portúgölsku]], [[hollenska|hollensku]], [[þýska|þýsku]], [[franska|frönsku]] og nýlega [[enska|ensku]]. 60 % orðaforða japönskunnar er tökuorð frá kínversku.
 
== Saga og flokkun ==