„Jón lærði Guðmundsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Jón lærði Guðmundsson]] fæddist í [[Ófeigsfjörður|Ófeigsfirði]] á [[Strandir|Ströndum]] árið [[1574]], og ólst upp þar og á [[Ósi]] við [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfjörð]]. Hann var ýmist nefndur Jón [[málari]] eða [[smiður]] eða tannsmiður (hann skar út í hvaltennur) en hlaut síðar viðurnefnið hinn lærði. Hann var þó ómenntaður alþýðumaður, en um leið allt í senn víðkunnur [[fræðimenn|fræðimaður]], [[handrit]]askrifari, [[handverksmaður]], auk þess að sinna lækningum og var álitinn fjölkunnugur.
 
Á árunum [[1611]]-12 er sagt að Jón lærði að hafi kveðið niður tvo [[draugur|drauga]] að [[Staður á Snæfjallaströnd|Stað á Snæfjallaströnd]] með mögnuðum galdrasæringum, kvæðunum [[Fjandafæla|Fjandafælu]] og [[Snjáfjallavísur|Snjáfjallavísum]]. Þau eru bæði varðveitt.
 
Jón kvæntist haustið [[1600]] Sigríði Þorleifsdóttur frá [[Húsavík]] í [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfirði]] og áttu þau soninn Guðmund Jónsson, prest á [[Hjaltastaðir|Hjaltastöðum]].