Munur á milli breytinga „Franska byltingin“

ekkert breytingarágrip
'''Franska byltingin''' eða stjórnarbyltingin í [[Frakkland]]i er samheiti yfir miklar hræringar í stjórnmálum þar í landi sem stóðu sem hæst á árunum [[1789]]-[[1795]]. Byltingarinnar er minnst fyrir þá dramatísku atburði sem leiddu til aftöku [[einveldi|einvaldsins]] í valdamesta konungsríki álfunnar árið [[1793]] og setningar stjórnarskrár sem tryggðu hinni nýju stétt [[borgarastétt|borgara]] aukin réttindi. Byltingin markaði tímamót táknrænna straumhvarfa í menningar- og stjórnmálasögunni. Margir [[sagnfræði]]ngar tengja umskipti í hugarfari við viðburði byltingarinnar, endalok eldri heimsmyndar og stjórnarhátta og upphaf nútímalegra, vestrænna í viðhorfa og stjórnmála.
 
[[Mynd:Prise de la Bastille.jpg|right|300px|thumb|Málverk eftir [[Jean-Pierre Louis Laurent Houel]] (1735-1813), sem heitir Prise de la Bastille („Ráðist á Bastilluna“)]]
 
Undir lok 18. aldar voru hugmyndir [[Upplýsingin|Upplýsingarinnar]] allsráðandi í franskri menningu. [[Birtíngur]] [[Voltaire]]s var með vinsælli bókum með ádeilu sinni á stríðsrekstri og hugmyndir [[Jean-Jacques Rousseau|Rousseaus]] um [[samfélagssáttmálinn|samfélagssáttmálann]], að þegn og stjórnarherrar hefðu gagnkvæmum skyldum að gegna, hlutu góðan hljómgrunn hjá almenningi. Kirkjan átti undir högg að sækja gagnvart þeirri sókn [[reynsluhyggja|reynsluhyggju]] sem vísindamenn eins og [[Francis Bacon (heimspekingur)|Francis Bacon]], [[Isaac Newton]] og [[David Hume]] höfðu lagt grunninn að. Allt þetta gróf undan ítökum konungs og aðalsins.
Árið [[1792]] lýsti Frakkland stríði á hendur [[Austurríki]].
 
[[Ógnarstjórnin]] réði ríkjum [[1793]] - [[1794]].
 
Árið [[1795]] var komið á fót stjórn fimm þjóðstjóra sem fóru með [[framkvæmdavald]]ið og hélst það skipulag þangað til herforinginn [[Napóleon Bonaparte (Anni)]] tók völdin í sínar hendur árið [[1799]].
 
== Tengill ==
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3307620 ''Franska„Franska stjórnarbyltingin og aðdragandi hennar''hennar“; 1. grein í ''Lesbók Morgunblaðsins'' 1989]
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3307638 ''Stigveldið„Stigveldið hrynur''hrynur“; 2. grein í ''Lesbók Morgunblaðsins'' 1989]
 
{{Stubbur|saga}}
 
[[Flokkur:Saga Evrópu]]
[[Flokkur:Saga Frakklands]]
 
{{Tengill ÚG|es}}
{{Tengill ÚG|pt}}
{{Tengill ÚG|el}}
{{Tengill ÚG|eu}}
 
[[Flokkur:Saga Evrópu]]
[[Flokkur:Saga Frakklands]]
{{Tengill GG|ca}}