„Sauðafell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Á 16. öld átti [[Daði Guðmundsson]] í [[Snóksdalur|Snóksdal]] bú á Sauðafelli. [[Jón Arason]] biskup kom haustið [[1550]] með Birni og Ara sonum sínum og flokki manna og settist í bú Daða. Daði safnaði þá liði og tókst að króa þá feðga af í kirkjugarðinum á Sauðafelli og handtaka þá. Þeir voru svo fluttir til [[Skálholt]]s og hálshöggnir þar 7. nóvember 1550.
 
Að afloknu stúdentsprófi 1884 dvaldi Árni Þórarinsson, síðar prestur á Snæfellsnesi, um sumarið á Sauðafelli hjá Guðmundi Jakobssyni og Þuríði systur Árna. Frá séra Jakobi Guðmundssyni, presti á Sauðafelli og þingmanni Dalamanna, segir skemmtilega í 4. bindi ævisögu Árna prests Þórarinssonar.
 
Kirkja var á Sauðafelli til 1919 en var þá rifin og lögð af þegar ný kirkja var reist á [[Kvennabrekka|Kvennabrekku]].