„Einveldistímabilið á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 3:
 
==Stofnun einveldis==
Í kjölfar sigurs Dana eftir [[umsátrið um Kaupmannahöfn]] í [[Karls Gústafs-stríðin|Karls Gústafs-stríðunum]] árið [[1660]] tók [[Danmörk-Noregur|Dansk-norska ríkið]] upp [[einveldi]] á [[stéttaþing]]i í Kaupmannahöfn. Við þetta varð ríkið jafnframt að [[erfðaríki]] en hafði áður verið formlega séð kjörríki þar sem nýjum konungi hafði verið gert að undirrita réttindaskrá sem undirbúin var af [[danska ríkisráðið|danska ríkisráðinu]] áður en hann gat tekið við völdum. Með nýju lögunum varð konungur óháðari danska [[aðall|aðlinum]] og gat hagað stjórnskipan ríkisins að vild. Árið [[1665]] var einveldið staðfest með [[konungslögin um einveldið|konungslögunum um einveldið]] (L. Lex Regia). Konungslögin voru í raun fyrsta stjórnarskrá Danmerkur og þar með Íslands. Lögin giltu í Danmörku til 5 júní 1849, þegar ný stjórnarskrá tók gildi og afnam einveldis konungs í Danmörku. Einveldið var hinsvegar ekki formlega afnumið á Íslandi fyrr en danska þingið setti einhliða á [[Stöðulögin]] árið 1871.
 
Stöðulögin kváðu á um að Ísland væri óskiljanlegur hluti af Danmerku og greiddar yrðu bætur til landsins í staðinn. Landsmenn sættu sig ekki við þessa niðurstöðu í sjálfstæðisbaráttu landsins og [[Alþingi]] hafnaði lögunum. Þremur árum síðar voru stöðulögin síðan afnumin með fyrstu sér stjórnarskrá Íslands; Stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands. Þar með var staða Íslands gagnvart bæði danska ríkinu og dönsku krúnunni.
 
==Breytt hlutverk Alþingis==