„Grunnvatn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
MerlIwBot (spjall | framlög)
m Vélmenni: Fjarlægi pl (strong connection between (2) is:Grunnvatn and pl:Wody gruntowe),mk (strong connection between (2) is:Grunnvatn and mk:Подземни води)
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:lind.jpg|thumb|Grunnvatn kemur til yfirborðs í lindum. Bullandi lind í upptökum Galtalækjar í Landsveit.]]
'''Grunnvatn''' (eða '''[[jarðvatn]]''') er [[vatn]] sem fyllir allar glufur í jörðu fyrir neðan [[grunnvatnsflötur|grunnvatnsflöt]].
Meðan vatn er á yfirborðinu er talað um ''yfirborðsvatn'', ''sigvatn'' meðan það er á leiðinni niður að grunnvatnsfleti og grunnvatn þar fyrir neðan. Þar sem jarðhitastigull er hár getur grunnvatn úr dýpri og heitari jarðlögum komið fram sem laugar á yfirborði. Grunnvatnið síast gegnum jarðlögin og þannig hreinsast úr vatninu (mest)allur gerlagróður.
 
Grunnvatnið er sjaldnast kyrrstætt heldur sígur það hægum straumi undan halla. Grunnvatnsflæðinu má skipta upp í [[grunnvatnsstraumur|grunnvatnsstrauma]]. Þar sem grunnvatn flæðir til yfirborðs eru lindir og lindasvæði. Ísland er ríkt af grunnvatni enda fara þar saman mikil úrkoma og víðáttumikil lek jarðlög. Um 98% af [[neysluvatn]]i landsmanna er hreint og ómeðhöndlað grunnvatn.
 
Hiti í jarðlögum fer víðasthvar vaxandi með dýpi. Grunnvatn sem kemst djúpt í jörð er því heitt. Jarðhitavatn er hluti af grunnvatninu.
 
== Tengt efni ==