Munur á milli breytinga „Claude Debussy“

ekkert breytingarágrip
m (Bot: Flyt 66 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q4700)
Upp úr [[1890]] gaf hann út lagasafnið „The Suite Bergmansque“ sem inniheldur meðal annars lagið „Clair de Lune“. Margir segja að Clair de Lune sé sannkallað meistaraverk, fallegt og töfrandi. Verkið byrjar einfalt, eins og að sólin sé að setjast og máninn að koma upp, skínandi í allri sinni dýrð. Það er eins og tunglið sé að berjast við skýin um að sjást, um að komast fram og lýsa á jörðina og svo í lokin kemur mjög svipaður kafli og í byrjun, sólin er að koma upp og tunglið að hverfa af sviðsljósinu og deyja. Clair de lune þýðir ''Skýrt tunglskin'' eða ''hreint tungl''.
 
Debussy samdi „Children’s Corner Suite“ árið 1909 sem hann tileinkaði dóttur sinni og inniheldur það rómantísk og dramatísk verk auk nokkurra skemmtilegra verka sem er bæði gaman að spila og hlusta á eins og „Golliwogg’s Cake-Walk“, sem margir píanóleikarar hafa spreytt sig á að spila. Verkið er hratt og fjörugt og ber sömu einkenni og lag sem leikið hefur verið í fjölleikahúsi.
 
Á árunum 1913-1915 gaf hann út ymis verk, [[ballett]]a, [[sónötuformið|sónatínur]], Etýður og verk fyrir [[hljómsveit]]. Öll verk hans einkenndust af miklu drama og rómantík eða þá voru þau í léttari kanntinum, fjörug og hröð. Debussy skipti skyndilega um stíl og síðustu sónatínurnr sem hann samdi voru líkari fyrri verkum sínum, tærari, einfaldari.
Óskráður notandi