„Orf“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: thumbnail|Slegið með orfi og ljá. '''Orf''' er amboð sem notað er við grasslátt. Orfið er stöng úr tré, oftast álíka löng og sláttumaðurinn. ...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 21. ágúst 2013 kl. 23:50

Orf er amboð sem notað er við grasslátt. Orfið er stöng úr tré, oftast álíka löng og sláttumaðurinn. Á orfið eru festir tveir hælar eða handföng sem haldið er um þegar orfinu er sveiflað. Ljárinn er festur á orfið og því svo sveiflað í hálfhring með ljáinn niður við grasrótina. Fram á 20. öld var sláttur með orfi og ljá eina sláttuaðferðin sem notuð var á Íslandi og reyndar um alla Evrópu.

Slegið með orfi og ljá.

Neðst á íslenskum orfum eru tveir járnhólkar sem ljárinn er festur í en áður en þeir komu til sögunnar var ljárinn bundinn fastur við orfið með ljáböndum, sem oftast voru úr selskinni, og var þeim vafið um þjóinn á ljánum til að festa hann við orfið og fleygar reknir undir til að herða að. Ljánum hætti þó til að losna, einkum þegar blautt var. En um 1840 fór Þórður Árnason, síðar prestur, bróðir Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara, að nota orfhólka sem hann hafði smíðað og breiddist sú uppfinning um allt land á örfáum árum og þótti afar mikil framför.

Heimild

  • „Ljábönd og orfhólkar“. Búnaðarrit, 9. árgangur 1895.