„Uppsalir (Blönduhlíð)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Navaro (spjall | framlög)
m Mynd.
Lína 1:
[[Mynd:Uppsalir.JPG|thumbnail|Uppsalir.]]
'''Uppsalir''' er fremsti bær í [[Blönduhlíð]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Jarðarinnar er fyrst getið í [[Sturlunga|Sturlungu]] en [[Guðmundur dýri Þorvaldsson]] galt hana í manngjöld árið [[1188]]. Þar og í öðrum elstu heimildum kallast bærinn Uppsalir en seinna var hann oft nefndur ''Umsvalir''. Bærinn á Uppsölum stóð áður mun hærra og nær fjallinu en núverandi bæjarstæði.
 
Guðný Ólafsdóttir, kona [[Bólu-Hjálmar|Bólu-Hjálmars]], var frá Uppsölum og þau Hjálmar bjuggu þar [[1829]]-[[1833]] en byggðu þá upp á [[Bóla|Bólu]], sem var gömul eyðihjáleiga frá Uppsölum. [[Jóhannes Birkiland]] rithöfundur var frá Uppsölum og lýsir uppvexti sínum þar í bók sinni ''[[Harmsaga ævi minnar]]''.
 
== Heimildir ==