Munur á milli breytinga „Usain Bolt“

Tek aftur breytingu 1425738 frá 194.144.231.186 (spjall)
(Tek aftur breytingu 1425738 frá 194.144.231.186 (spjall))
'''Usain Bolt''' (fæddur [[21. ágúst]] [[1986]]) er [[Jamaíka|jamaískur]] spretthlaupari. Hann er núverandi [[Ólympíuleikar|Ólympíumeistari]], heimsmeistari og heimsmethafi í 100 og 200 metra spretthlaupi karla. Á Ólympíuleikunum í Peking 2008 setti hann heims- og ólympíumet í báðum greinum, 9,69 sekúndur í 100 metrum og 19,30 sekúndur í 200 metrunum. Einnig setti jamaíska liðið heimsmet í 4x100 m hlaupi, 37,04 sekúndur á HM 2011, og hljóp Bolt seinasta sprettinn. Á heimsmeistaramótinu í Berlín í ágúst 2009 setti hann aftur heimsmet í 100 m hlaupi er hann hljóp á 9,58 sekúndum, og í 200 m hlaupi, 19,19 sekúndur, og er hann fyrstur til að eiga samtímis heimsmet, Ólympíumeistaratitil og heimsmeistaratitil í báðum greinum. Bolt á einnig heimsmet unglinga í 200 m spretthlaupi (19,67 sek). Afrek hans hafa gert það að verkum að hann er jafnan kallaður „þrumufleygurinn“ (e. ''lightning Bolt'') í fjölmiðlum.
 
Hann var kjörinn frjálsíþróttamaður ársins árið 2008 af [[Alþjóðafrjálsíþróttasambandið|Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu]].
 
 
 
 
 
{{commonscat}}
1.505

breytingar