„Gylfi Þ. Gíslason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Gylfi Þorsteinsson Gíslason''' [[fæðing|fæddist]] í [[Reykjavík]] þann [[7. febrúar]] [[1917]], og lést í [[Reykjavík]] þann [[18. ágúst]] [[2004]]. Foreldrar hans voru [[Þorsteinn Gíslason]], skáld og ritstjóri, og [[Þórunn Pálsdóttir]], húsmóðir.
 
Gylfi var [[alþingismaður]] fyrir [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokkinn]] árin [[1946]]-[[1978]], [[menntamálaráðherra]] [[1956]]-[[1971]], auk þess að vera [[iðnaðarráðherra]] [[1956]]-[[1958]] og [[viðskiptaráðherra]] [[1958]]-[[1971]]. Hann var formaður [[Alþýðuflokkurinn|Alþýðuflokksins]] [[1968]]-[[1974]] og formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1968-1978. Gylfi er með lengsta samfellda setu á ráðherrastóli á Íslandi; tæplega 15 ár á árunum 1956-1971. Þá var hann einnig prófessor við Viðskiptadeild Háskóla Íslands á árunum 1946-1966 (í leyfi vegna ráðherrastarfs 1956-1966) og síðan 1971-1987.
 
Þegar [[Danmörk|Danir]] skiluðu fyrstu handritunum, [[Flateyjarbók]] og [[Konungsbók Eddukvæða]], til [[Ísland]]s árið [[1971]], tók Gylfi, þá menntamálaráðherra, við þeim frá [[Helge Larsen]], starfsbróður sínum frá Danmörku. Mælti Larsen hin fleygu orð: „Vær så god, Flatöbogen,“ er hann afhenti Gylfa Flateyjarbók.