„Hressingarskálinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Lína 8:
Upphaflega var húsið að Austurstræti 5 (nú 20) reist að undirlagi [[Rentukammerið|Rentukammersins]] sem embættisbústaður fyrir sýslumanninn í [[Gullbringu- og Kjósarsýsla|Gullbringu- og Kjósarsýslu]] milli húss [[stiftamtmaður|stiftamtmanns]] sem var reist [[1802]] og [[bakarí]]s sem [[O. P. Christian Möller]] kaupmaður hafði reist. Húsið var flutt inn tilhöggvið frá Svíþjóð og var því almennt kallað „svenska húsið“.
 
Fyrsti íbúi hússins var [[Hans Wöllner Koefoed]] sýslumaður. [[Ólafur Finsen]] var skipaður sýslumaður [[1821]] og flutti í húsið. Hann keypti það síðan af Rentukammerinu og sömuleiðis bakaríið og bjó þar til dauðadags [[1836]]. Síðar keypti [[Kristján Kristjánsson landfógeti]] húsið af ekkju Finsens og síðan keypti [[Vilhjálmur Finsen]] landfógeti húsið af honum. [[Árni Thorsteinsson]], eftirmaður hans, keypti aftur húsið af honum og bjó í því til dauðadags [[1907]]. Á hans tíma var tekið að kalla húsið „landfógetahúsið“. Árni vann ýmsar breytingar á húsinu og stækkaði það. Í gamla bakaríinu innréttaði hann skrifstofu og hann hóf [[Tré|trjárækt]] í garðinum bak við húsið. Eftir lát Árna bjó sonur hans, [[Hannes Thorsteinsson]] bankastjóri, í húsinu til dauðadags [[1931]]. <ref>Árni Óla, „Gömul hús í Reykjavík: Svenska húsið“, ''Lesbók Morgunblaðsins'', 20. tbl., 19. ágúst, 1962, s. 6. ([http://myndir.timarit.is/400374/djvu/400374_0178_418880_0004.djvu Tímarit.is])</ref>
 
[[1931]] keypti [[íslenska ríkið]] húsið og skipti á því sama ár við [[KFUM og K]] gegn [[Bernhöftsbakarí]]i í [[Bankastræti]] (þar sem nú er veitingahúsið [[Lækjarbrekka]]), en þar hugðist félagið reisa glæsilegar höfuðstöðvar. Félagið fékk vilyrði fyrir byggingarétti á allri lóðinni við Austurstræti fyrir hús sem væri á stærð við Reykjavíkurapótek, en ekkert varð af þeim framkvæmdum af ýmsum ástæðum.