„Hressingarskálinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 13:
 
===Hressingarskálinn===
[[Björn Björnsson]], bakarikonditormeistari og stórkaupmaður, stofnaði og rak Hressingarskálann á fyrstu árum hans. Hressingarskálinn var í fyrstu í húsakynnum Reykjavíkurapóteks, þar sem síðar var snyrtivöruverslunin ''Hygea'', [[Pósthússtræti]] 7. Björn Björnsson fékk erlendan mann til þess að setja upp kaffivél í Hressingarskálanum að hætti alþjóðlegra kaffihúsa. <ref>Pétur Pétursson, „Reykjavíkurrúnturinn og kaffidrykkja í miðbæ Reykjavíkur“, ''Morgunblaðið'', 16. júlí 2000, s. 10 (B). ([http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1973343&issId=133079&lang=is&navsel=666 Tímarit.is])</ref> Árið [[1932]] leigði Björn landfógetahúsið undir rekstur skálans. Þar stillti hann út tertum og kökum og seldi kaffi og ís en framhlið hússins hafði þá verið breytt til samræmis við breytt hlutverk. [[1934]] tók Hressingarskálinn hf. við rekstri kaffihússins og [[1935]] flutti Björn til [[London]]. Í [[Síðari heimsstyrjöld]] og mörg ár eftir var Hressingarskálinn vinsæll samkomustaður myndlistarmanna og ljóðskálda.
 
[[1957]] og [[1958]] voru aftur gerðar breytingar á húsinu, gluggum á framhlið var breytt og skáli reistur suður úr húsinu. Að innan var húsið innréttað upp á nýtt. Enn voru gerðar breytingar á húsinu árið [[1985]] þegar aftur var tekinn upp veitingarekstur í garðinum, sem þá hafði lagst af um skeið.