„Björn Halldórsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 46.239.233.233 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Björn Halldórsson''' ([[5. desember]] [[1724]] - [[24. ágúst]] [[1794]]) var [[prestur]] í [[Sauðlauksdalur|Sauðlauksdal]]. Hann var [[frumkvöðull]] í [[garðrækt]] og [[jarðyrkja|jarðyrkju]] á Íslandi. Enn þá sést móta fyrir [[Akurgerði]], gróðurreit þar sem Björn ræktaði [[kartafla|kartöflur]] frá [[1760]]. Minnismerki um sr. Björn er í Sauðlauksdal. Hann var mágur [[Eggert Ólafsson|Eggerts Ólafssonar]] [[skáld]]s. Björn var einn helsti boðberi [[upplýsingin á Íslandi|upplýsingarinnar á Íslandi]].
 
==Æviágrip==
Björn Halldórsson fæddist [[5. desember]] árið 1724 í [[Vogsósar|Vogsósum]] í [[Selvogur|Selvogi]], þar sem faðir hans, Halldór Einarsson ([[1795]] - [[21. nóvember]] [[1738]]), var þá prestur. Kona hans og móðir Björns var Sigríður Jónsdóttir ([[1692]] - [[8. september]] [[1763]]) frá [[Gilsbakki (Hvítársíðu)|Gilsbakka]] í [[Hvítársíða|Hvítársíðu]]. Sama ár og Björn fæddist varð faðir hans prestur á [[Staður (Steingrímsfirði)|Stað í Steingrímsfirði]]. Þar ólst Björn upp til 14fjórtán ára aldurs en þá lést faðir hans. Þá fékk hann ókeypis vist í [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] hjá [[Jón Árnason|Jóni biskupi Árnasyni]] sökum þess hve biskupinn hafði mikið álit á föður Björns. Í Skálholti nam hann í 5fimm vetur og í stúdentsvottorði sínu var hann stimplaður sem siðprúður og vandaður maður sem best var að sér í latínu, grísku og guðfræði.
 
Næstu árin var hann ritari sýslumanns og eftir það aðstoðarprestur í [[Sauðlaukdalur|Sauðlauksdal]]. Vorið 1753 varð hann svo prestur í Sauðlauksdal og árið 1756 [[prófastur]]. Það ár giftist hann [[Rannveig Ólafsdóttir|Rannveigu Ólafsdóttur]]. Þau bjuggu í Sauðlauksdal í nærri 30 ár þangað til heilsu Björns fór að hraka. Þá sótti hann um rólegra embætti og fékk [[Setberg (Eyrarsveit)|Setberg í Eyrasveit]] árið 1782. Heilsa hans skánaði þó ekki við flutninginn og árið [[1785]] veiktist hann alvarlega og missti sjónina í kjölfarið.
Lína 13:
Auk ofannefndra stórframkvæma lét Björn einnig gera ýmsa smáhluti. Hann lét ræsta fram smálindir með skurðum sem skilaði sér í þurrara og betra túni. Þetta umframvatn leiddi hann í læk um bæjarhúsin og stíflaði lækinn þannig að smátjarnir mynduðust. Þessar tjarnir mátti svo nýta til þvotta auk þess sem lifandi silungar voru stundum geymdir í þeim svo bjóða mætti gestum ferskan fisk.
 
== Frumkvöðlastarf í garðrækt ==
Moldin í Sauðlauksdal fékk lítinn frið meðan Björn bjó á staðnum enda var hann kappsamur garðyrkjumaður og gerði tilraunir með ýmsar [[jurt]]ir sem aldrei höfðu sést á Íslandi áður. Fyrstu tilraunir voru á sviði [[korn]]ræktar og hóf Björn þær í kjölfarið af því að Danakonungur fyrirskipaði öllum íslenskum bændum að framkvæma slíkar tilraunir. Þessar tilraunir mistókust því miður allar og Björn sneri sér því að öðrum jurtum. Meðal þeirra var [[kál]], [[næpa|næpur]], [[kartafla|kartöflur]] og fleira og fljótlega var Björn kominn með fjóra allstóra matjurtargarða í Sauðlauksdal.
 
Af þessu er hann frægastur fyrir [[kartafla|kartöflurækt]] sína enda var hann með þeim fyrstu sem tókst að rækta kartöflur á [[Ísland]]i. Strax árið 1758 pantaði hann nokkrar kartöflur frá Kaupmannahöfn (það sama haust voru fyrstu íslensku kartöflurnar teknar upp á [[Bessastaðir|Bessastöðum]]). Þessi farmur komst þó ekki á leiðarenda fyrr en í ágúst sumarið eftir og þá höfðu þá allar kartöflurnar spírað á leiðinni. Þar sem liðið var á sumarið gróðursetti Björn þær einungis í potti og það bar þann árangur að í október fékk hann litla uppskeru með kartöflunum á stærð við piparkorn. Þessar kartöflur gróðursetti hann svo næsta sumar og fjórum vikum síðar gat hann státað sig að myndarlegri kartöfluuppskeru.
 
== Ritstörf ==
{{Ljóð|right|260px|Ævitíminn eyðist|
Ævitíminn eyðist,
Lína 63:
* [http://baekur.is/is/search/Bj$00f6rn+Halld$00f3rsson/AUTHOR Bækur eftir Björn Halldórsson á Bækur.is]
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2013796 Arnbjörg] úr Búnaðarriti Suðuramtsins 1839
 
{{fd|1724|1794}}
 
[[Flokkur:Frumkvöðlar]]
Lína 70 ⟶ 68:
[[Flokkur:Íslenskir prestar]]
[[Flokkur:Lútherskir prestar]]
{{fd|1724|1794}}