Munur á milli breytinga „Alexander mikli“

ekkert breytingarágrip
(citation added)
'''Alexander mikli''' (á [[gríska|grísku]]: '''Μέγας Αλέξανδρος''' eða '''Αλέξανδρος Ο Μέγας''', umritað: ''Megas Alexandros'', uppi [[júlí]] [[356 f.Kr.|356]] – [[10. júní]] [[323 f.Kr.]]), eins og hann er ávallt nefndur, var konungur [[Makedónía|Makedóníu]] árin [[336 f.Kr.|336]] – [[323 f.Kr.]] Á meðan hann gengdi því embætti stækkaði hann veldi Makedóníumanna í eitt það stærsta sem sögur fara af. Veldi hans náði þegar það var stærst frá [[Grikkland]]i í vestri, suður yfir [[Egyptaland]], austur að ánni [[Indus]] þar sem í dag er [[Pakistan]] og norður inn í [[Mið-Asía|mið-Asíu]].
 
Hann komst til valda tvítugur, þegar faðir hans var myrtur. Þá þegar hóf hann að stækka veldi sitt. Hann hélt því áfram til æviloka, en hann lést úr hitasótt í [[Babýlon]] árið [[323 f.Kr.]], aðeins 32 ára að aldri.<ref name="WDL">{{cite web |url = http://www.wdl.org/en/item/11739/ |title = Kingdoms of the Successors of Alexander: After the Battle of Ipsus, B.C. 301 |website = [[World Digital Library]] |date = 1800-1884 |accessdate = 2013-07-27. júlí|accessyear = 2013 }}</ref> Í kjölfar andláts hans liðaðist veldið á ný í sundur í nokkrar einingar, oftast undir stjórn einhverra hershöfðingja úr her hans.
 
Þó að veldi Alexanders hafi staðið stutt hafði það mikil og langvarandi áhrif en það dreifði grískættaðri menningum um öll [[miðausturlönd]] allt austur að Indlandi. Þá er talað um að með veldi hans hafi [[helleníska skeiðið]] í sögu miðausturlanda og sögu vestrænnar menningar hafist sem varði allt til þess þegar [[Rómverjar]] náðu Egyptalandi á sitt vald árið [[31 f.Kr.]]
[[Mynd:AlexanderTheGreat Bust.jpg|thumb|250x|Brjóstmynd af ungum Alexander hinum mikla frá helleníska skeiðinu, [[Þjóðminjasafn Bretlands]]]]
[[Mynd:Aristotle tutoring Alexander.jpg|thumb|180px|Aristotle kennir Alexander, eftir [[Jean Leon Gerome Ferris]]]]
Alexander fæddist sjötta dag forngríska mánaðarins [[Hekatombaion]], sem samvarar líklegast 20. júlí 356 f.Kr., þótt nákvæm dagsetning sé ekki þekkt.<ref>{{cite web | url= http://www.livius.org/aj-al/alexander/alexander_t32.html#7 |title=The birth of Alexander the Great | work = livius.org | quote = Alexander was born the sixth of [[Attic calendar|Hekatombaion]]. | accessdate = 16. desember| accessyear = 2011}}</ref> Hann fæddist í [[Pella]], höfuðborg [[Makedónía hin forna|Makedóníu til forna]].<ref>{{cite book|title= Alexander of Macedon, 356-323 B.C.: a historical biography |series= Hellenistic culture and society |author= Peter Green |edition= reprinted, illustrated, revised |publisher= University of California Press |year= 1970 |isbn= 978-0-520-07165-0 |page= xxxiii |url= http://books.google.es/books?id=g6Wl4AKGQkIC&pg=PA559&dq=alexander+the+great+356+OR+355&hl=es&sa=X&ei=h78uT-uaFYSzhAe436jsCg&ved=0CF8Q6AEwCDgK#v=onepage&q=356&f=false |quote= 356 - Alexander born in Pella. The exact date is not known, but probably either 20 or 26 July. }}</ref> Hann var sonur konungs Makedóníu, [[Filippos II]] og fjórðu konu hans Olympías, dóttur [[Neoptolemos I af Epíros|Neoptolemosar I]] konungs í Epíros.<ref name="N10-M">McCarty (2004), 10</ref><ref name="Renault, 28">Renault (2001), p. 28</ref><ref name="durant538">Durant (1966), 538</ref>
 
Á deginum sem Alexander fæddist var Filippos II að undirbúa umsátur borgarinnar [[Potidea]] á skaganum [[Kalkidike]]. Á þessum sama degi fékk Filippos fréttir um að hershöfðinginn hans [[Parmenion]] hafði sigrað sameinaðan her [[Illyría|Illyríu]] og [[Paeonía|Paeoníu]]. Jafnframt sigruðu hestar hans á [[Olympíuleikarnir til forna|Olympíuleikunum]]. Einnig hefur verið sagt að á þessum degi hafi [[Artemismusterið]] í [[Efesos]], eitt af [[Sjö undur veraldar|Sjö undrum veraldar]], brunnið til grunna. Þetta leiddi til þess að [[Hegesias af Magnesíu]] sagði að það hafi brunnið vegna þess að [[Artemis]] hafði ekki verið á staðnum, heldur að hann hefði verið við fæðingu Alexanders.<ref name="Renault, 28"/><ref name=P21-B>Bose (2003), 21</ref> Slíkar goðsagnir hafa komið fram þegar Alexander var konungur, mögulega af hans eigin frumkvæði, til að sýna að hann væri ofurmenni og að honum væri ætlað stórvirki alveg frá getnaði.<ref name="Roisman 2010 188"/>