„Thor Jensen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Faðir Thors, Ole Jensen, var byggingameistari. Thor átti 11 systkyni og fjórar hálf-systur. Thor gekk vel í námi sínu en þegar hann náði átta ára aldri féll faðir hans frá. Tveimur árum seinna var hann sendur í heimavistarskóla í [[Kaupmannahöfn]] sem tók við börnum sem misst höfðu annað eða bæði foreldrið og kenndi þeim endurgjaldslaust. Að náminu loknu, þegar Thor var kominn á [[ferming]]araldur, var hann sendur til [[Borðeyri|Borðeyrar]] fyrir tilstilli skólastjórans sem þekkti til íslensks kaupmanns sem starfaði þar.
 
Thor aðlagaðist fljótt að Íslandi, las [[Íslendingasögurnar]] og lærði [[íslenska|íslensku]]. Til Borðeyrar fluttist ekkja ásamt tveimur börnum, strák og stelpu. Stúlkan hét Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir og með þeim Thor tókust ástir sem entust í yfir 60 ár. Þau eignuðust saman 12 börn: Camillu 20. apríl 1887, Richard 29. apríl 1888, Kjartan 26. apríl 1890, [[Ólafur Thors|Ólaf]] 19. janúar 1892, Hauk 21. mars 1896, Kristínu 16. febrúar 1899, Kristjönu 23. júlí 1900, Margréti Þorbjörgu 22. apríl 19011902, [[Thor Thors|Thor]] 26. nóvember 1903, Lorentz 4. júlí 1904, Louise Andreu 24. ágúst 1906 og Louis Hilmar 7. júlí 1908.
 
Thor og Margrét fluttust til [[Akranes]]s þar sem Thor stofnaði verslun. Fyrst um sinn gekk reksturinn vel en í kringum aldamótin [[1900]] varð Thor gjaldþrota eftir að skip með vörum hans fórust á leið sinni. Thor fluttist þá ásamt fjölskyldu sinni til [[Hafnarfjörður|Hafnarfjarðar]] þar sem þau bjuggu uns Thor kom aftur undir sig fótunum og stofnaði verslun á ný í Reykjavík. Vitað mál var að Thor væri röskur maður og „[t]veir af öflugustu útvegsbændum á Seltjarnarnesi, Guðmundur Einarsson í Nesi og Þórður Jónasson í Ráðagerði sögðust skyldu kaupa af honum útgerðarvörur ef hann byði þær á samkeppnishæfu verði.“<ref>Guðmundur Magnússon. ''Thorsararnir''. bls 37</ref> Guðmundur þessi veitti honum afnot af húsnæði sínu á horni Austurstrætis og Veltusunds og báðir bændurnir skrifuðu [[víxill|víxil]] upp á 500 kr. til þess að koma fyrirtækinu á laggirnar. Verslunina nefndi hann ''Godthaab''-verzlunina eftir Godthaabsvegi í [[Friðriksberg]]i í Kaupmannahöfn. Rekstur verslunarinnar gekk vel og Thor varð á stuttum tíma einn ríkasti maður á Íslandi. Þá byggði hann sér veglegt hús að [[Fríkirkjuvegur 11|Fríkirkjuvegi 11]] við [[Tjörnin]]a.